55. fundur byggðaráðs
Fundur í byggðaráði
55. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 5. maí 2022. Fundur var settur kl. 12:00.
Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð. Jón Rúnar Jónsson mætti á fundinn undir lið 7.
Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og var því gengið til dagskrár.
Fundargerð
1) Umsóknir um starf skrifstofustjóra
Lagðar fram umsóknir um starf skrifstofustjóra. Fyrir liggja tvær umsóknir ásamt mati ráðgjafa hjá fyrirtækinu Vöxtur og ráðgjöf ehf. um umsækjendur.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Baldur Hrafn Björnsson.
Samþykkt samhljóða.
2) Reglur um refaveiðar – uppfærsla á verðlagi
Tillaga að breytingum á greiðslum vegna refaveiða. Uppfærsla og samræming á greiðslum vegna.
Bókun um afgreiðslu: Verðskrá verður samkvæmt reglum.
Samþykkt samhljóða.
3) Verklegar framkvæmdir við íþróttamiðstöðina Ver og samstarfssamningar vegna vinnu við verkumsjón og verkáætlun 2022 -2023
Lögð fram minnisblað nr. 10, dags. 6. apríl 2022 með áætlun um verklegar framkvæmdir og verkáætlun við íþróttahúsið VER og minnisblað nr. 11, dags. 28. apríl 2022, með samstarfssamningi á milli Langanesbyggðar og Faglausn um verkumsjón og byggingastjórn vegna þeirra.
Bókun um afgreiðslu: Skv. minnisblaði 11 verður byggingarstjórn og daglegt eftirlit með framkvæmdum í höndum Faglausnar. Forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar verður daglegur tengiliður við sveitarfélagið. Verkfundir með verktökum, eftirlitsmönnum og fulltrúum sveitarfélags verða a.m.k. vikulega og fundagerðir lagðar fyrir byggðaráð.
Samþykkt samhljóða.
4) Verksamningar við verktaka, Dawid smið og BJ vinnuvélar
Lögð fram drög að yfirlýsingum við Dawid smið og BJ vinnuvélum vegna framkvæmda á íþróttahúsinu VER ásamt formi fundagerða.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð vísar þessu máli til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða.
5) Viljayfirlýsing um samstarf vegna Finnafjarðar
Sveitarstjóri kynnti viljayfirlýsingu sem undirrituð var 4. maí 2022 með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar. Yfirlýsingin er vegna mögulegra framlenginga á samstarfi og nýtingarrétti FFPD á Finnafjarðarsvæðinu til ársins 2060. Skv. núgildandi ákvæðum er þessi réttur skilgreindur til ársins 2040.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að vísa málinu til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
6) Safnahúsið á Húsavík – erindi frá Norðurþingi og MMÞ
Lagt fram vinnuskjal frá Fjölskyldusviði Norðurþings vegna Safnahússins á Húsavík og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga ásamt greinargerð forstöðumanns safnsins um þær hugmyndir sem koma fram í vinnuskjalinu.
Bókun um afgreiðslu: Málinu vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
7. Þarfagreining vegna bifreiða Þjónustumiðstöðvar Langanesbyggðar
Lögð fram greinargerð frá forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar um bifreiðamál.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að fela sveitarstjóra í samráði við forstöðumann Þjónustumiðstöðvar að skoða möguleika á kaupum á bifreið fyrir Þjónustumiðstöðina, m.a. rafmagsbfreið. Einnig samþykkt að leggja fram viðauka vegna þessara kaupa fyrir sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
8. Fundargerð úthlutunarnefndar menningarsjóðs Langanesbyggðar með umsóknum og tillögum um úthlutun fyrir árið 2022
Alls bárust fjórar umsóknir styrki samtals að upphæð kr. 362.000 og að auki ósk um að menningarsjóður styrkti gerð skiltis við minnismerkið um „Valda vatnsbera.“
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir framlagðar tillögur um styrki.
Samþykkt samhljóða.
9. Tilboð í úttekt á rekstri Þjónustumiðstöðvar frá KPMG
KPMG hefur gert tilboð í úttekt á rekstri Þjónustumiðstöðvar fyrir og eftir sameiningu þjónustuþátta undir eina stofnun.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að fela KPMG að framkvæma úttekt og samanburði á rekstri Áhaldahúss og Þjónustumiðstöðvar Langanesbyggðar í samræmi við framlagðar tillögur.
Samþykkt samhlóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.55