Fara í efni

6. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar

08.12.2022 12:00

Fundur í byggðaráði

6. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 8. desember 2022. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson formaður, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og því næst gengið til dagskrár.

Fundargerð

1. Fundargerð 2. Teymisfundar Fjarðarvegar 5 frá 31.10.2022
Fundargerðin lögð fram

2. Fundargerð 3. Teymisfundar Fjarðarvegar 5 frá 16.11.2022
Fundargerðin lögð fram

3. Fundargerð 4. Teymisfundar Fjarðarvegar 5 frá 30.11.2022
Fundargerðin lögð fram

Bókun um afgreiðslu: Öllum fundargerðum vísað til stjórnar Fjarðarvegar 5 ehf.

4. Röstin, Eyrarvegur 1 (Beituskúrarnir) – tillögur og teikningar
Óskað var eftir áliti atvinnu- og nýsköpunarnefndar vegna framtíðar Eyrarvegar 1 og fyrirspurnar frá hafnarnefnd. Nefndin bókaði eftirfarandi á síðasta fundi:

Nefndin er jákvæð gagnvart þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er á vegum hópsins og með stuðningi Langanesbyggðar og SSNE samkvæmt þeim upplýsingum sem nefndin hefur nú þegar. Hinsvegar vill nefndi fá að sjá frekari og ítarlegar upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi til að geta gefið álit sitt samkvæmt erindinu. Ekki er því tímabært að slá verkefnið af vegna hugsanlegra breytinga á deiliskipulagi hafnarinnar.

     4.1. Beituskúrar tillögur – teikningar
Vegna fyrirspurnarinnar var óskað eftir tillögum vinnuhóps um Röstina (Beitarskúrinn)
     4.2. Menningarsjóður lokaskýrsla 2022 Röstin
Röstin (Beitarskúrinn) fékk styrk að upphæð kr. 100 þúsund úr menningarsjóði og skilaði skýrslu til stjórnar menningarsjóðs. Skýrslan fylgir hér með.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð hefur fengið álit á framtíð Eyrarvegar 1 frá atvinnu- og nýsköpunarnefnd sem telur ekki tímabært að slá verkefnið af vegna hugsanlegra breytinga á skipulagi hafnarinnar. Byggðaráð tekur undir með nefndinni og leggur til við sveitarstjórn að verkefninu verði haldið áfram.

Samþykkt samhljóða

5. Bréf frá Jöfnunarsjóði um greiðslur úr sjóðnum
Óskað var eftir formlegri skiptingu á greiðslum frá Jöfnunarsjóði vegna sameiningar sveitarfélaganna. Í meðfylgjandi bréfi er skiptingin tíunduð. Ennfremur hefur borist tölvupóstur um að framlag sjóðsins til uppbyggingar að Fjarðarvegi 5 er óháð framlögum vegna sameiningar. Til greiðslu á þessu ári vegna Fjarðarvegar 5 koma 10 m.kr. og vilyrði er fyrir 10 m.kr. á næsta ári. Jöfnunarsjóður hefur óskað eftir greinargerð um stöðu mála og framgang.

Bókun um afgreiðslu: Byggðráð lýsir yfir ánægju sinni með að verkefnið að Fjarðarvegi 5 er komið vel á veg s.br. fundargerðir sem lagðar voru fram í upphafi fundar. Sveitarstjóra falið að taka saman greinargerðina sem Jöfnunarsjóður hefur óskað eftir og leggja hana jafnframt fram fyrir næsta fund byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða.

6. Samningur um umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni  
     6.1. Lokadrög verklagsreglur fyrir umdæmisráð
     6.2. Erindisbréf fyrir valnefnd

Fyrir liggur endanleg útgáfa að samningi um umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni ásamt verklagsreglum og erindisbréfi valnefndar. Lágmarksfjöldi íbúa á bak við hverja barnaverndarþjónustu innan umdæmisráðs er 6000 en hægt er að sækja um undanþágu frá þessu ákvæði.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

7. Breytingar á barnaverndarþjónustu sveitarfélaga    
     7.1. Minnisblað, breytt skipan barnaverndar – staðan á undirbúningi

Kynning á þeim breytingum sem verða með nýrri skipan barnaverndar. Umdæmisráðin verða 4 og heyrir Langanesbyggð undir umdæmisráð landsbyggðar.

8. Minnisblað frá fundi bakhóps um málefni fatlaðs fólks
Nokkrir punktar frá fundi bakhóps í málefnum fatlaðs fólks (MFF)

Lagt fram til kynningar.

9. Erindi frá UMFL um breytingu á starfshlutfalli íþrótta- og tómstundafulltrúa   
     9.1. Ráðningasamningur íþrótta- og tómstundafulltrúa

UMFL hefur farið þess á leit við sveitarfélagið að það taki stærri þátt í starfshlutfalli íþrótta- og tómstundafulltrúa enda hafa störf hans þróast á þann veg að meirihluti starfa hans er í þágu tómstunda- og félagsmála á vegum sveitarfélagsins.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á starfshlutfalli og vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða..

10. Tillaga að fundaplani sveitarstjórnar, byggðaráðs og nefnda fyrir árið 2023
Lög fram tillaga að fundarplani fyrir árið 2023

Bókun um afgreiðslu: Málinu vísað til endanlegs samþykkis sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:45

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?