Fara í efni

7. fundur byggðarráðs

04.07.2019 12:04

7. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 4. júlí 2019. Fundur var settur kl. 12:04.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Elías Pétursson sveitarstjóri og Jónas Egilsson skrifstofustjóri ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð. Svo var ekki.

Að því búnu var gengið til dagskrár.

Fundargerð

1. Fundargerð 6. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 2. júlí 2019

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

2. Fundargerð 6. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 3. júlí 2019

Fundargerðin lögð fram.

Liður 1. SVÓT-greiningar – fyrstu niðurstöður

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð felur sveitarstjóra að koma því á framfæri við Atvinnuþróunarfélagið (AÞ) að greiningin verði unnin betur og  verkinu  flýtt sem kostur er. Byggðaráð leggur á það ríka áherslu að AÞ sinni svæðinu austan Hófaskarðs betur en verið hefur.

Samþykkt.

Liður 2. Málefni Norðurhjara

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð felur formanni atvinnu- og nýsköpunarnefndar og sveitarstjóra að móta tillögu um fyrirkomulag þeirra verkefna sem áður voru á hendi Þekkingarnetsins og annarra verkefna sem snúa að atvinnuþróun í sveitarfélaginu.

Samþykkt.

3. Fundargerð verkefnisstjórnar Betri Bakkafjarðar, dags. 17. maí 2019

Fundargerðin lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð fagnar framgangi verkefnisins og hvetur verkefnisstjórn til að halda áfram á þeirri braut sem hún nú er.

Samþykkt.

4. Langanesvegur 2, verkfundagerðir

Fundargerðir 1 til 5 lagðar fram.

5. Umsögn um samráðsskjal – skilgreining á mörkum miðhálendisins, erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. júní 2019

Umsögnin lögð fram.

6. Erindi frá pólska sendiherranum, dags. 27. maí 2019

Erindi frá sendiherra Póllands, dags 27. maí sl., í kjölfar heimsóknar hans í vor til Langanesbyggðar lagt fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð fagnar áhuga sendiherrans á að efla tengsl við samfélagið hér og lýsir sveitarfélagið reiðubúið til samráðs.

Samþykkt.

7. Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands og Air66 með beiðni um stuðning við Flugklasann, dags. 31. maí 2019

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð sér sér ekki fært við að verða við erindinu.

Samþykkt.

8. Húsnæðismál Rauðakrossbúðarinnar á Þórshöfn, erindi frá stjórn Rauða krossins í Þingeyjarsýslu, dags. 24. júní 2019

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð fagnar áhuga Rauða krossins og tekur jákvætt í erindið. Sveitarstjóra falið að skoða málið og leita lausna fyrir Rauða krossinn án aukins kostnaðar fyrir sveitarfélagið.

Samþykkt.

9. Erindi frá Guðmundi Gunnarssyni vegna Hóls, ásamt minnisblaði sveitarstjóra

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að vinna að málinu í samræmi við framlagða tillögu á minnisblaði hans. Sveitarstjóri leggi fram áætlun um kostnað á næsta fundi byggðaráðs að aflokinni verðkönnun.

Samþykkt.

10. Staða framkvæmda – kynning

Sveitarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við leikskólann, Langanesveg 2, á Bakkafirði og vegna annarra framkvæmda sem sveitarfélagið stendur að.

11. Ónýtar girðingar, minnisblað vegna aðgerða í sumar

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir framlagða aðgerðaáætlun og felur sveitarstjóra framkvæmdina.

Samþykkt.

12. Finnafjarðarverkefnið – stöðuskýrsla

Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála og gerði grein fyrir þeim samningum sem gengið hefur verið frá undanfarið og fór yfir næstu skref.

13. Malbikun á Þórshöfn, minnisblað frá sveitarstjóra um framkvæmdir, dags. 2. júlí 2019

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að gera óformlega úttekt á kostnaði við malbikun aðkeyrslu að leikskóla og kanna hvort aðrir aðilar á Þórshöfn vilji láta malbika hjá sér í leiðinni.

Samþykkt.

14. Fimm mánaða uppgjör rekstrar

Bráðabirgðayfirlit vegna rekstrar, yfirlit málaflokka og launa fyrir fyrstu fimm mánuði ársins lögð fram. Skv. rekstraryfirliti A-hluta sveitarsjóðs er um nokkurn samdrátt á tekjum m.v. áætlun að ræða, en rekstrarkostnaður í heild sinni er undir áætlun. Rekstrarniðurstaða á tímabilinu er jákvæð, en undir áætlunum. Tekjur B-hluta eru talsvert minni, en þar vega þyngst minni tekjur hafnarsjóðs vegna loðnubrests.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?