Fara í efni

8.fundur byggðarráðs

18.07.2019 13:00

8. fundur byggðarráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 18. júlí 2019. Fundur var settur kl. 13:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson, Elías Pétursson sveitarstjóri og Svala Sævarsdóttir sem ritaði fundargerð. Einnig sat fundinn Halldór R. Stefánsson undir lið 10. en formaður vék af fundi við afgreiðslu þess máls.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð. Svo var ekki.

Að því búnu var gengið til dagskrár. 

Formaður bar upp tillögu þess efnis að liður 3 á dagskrá yrði færður aftast á dagskrá fundarins og að röð annarra liða breyttist til samræmis frá útsendri dagskrá. Var það samþykkt samhljóða.

Fundargerð

1. Fundargerð 1. fundar rekstrarnefndar Nausts, dags. 4. júlí 2019
Fundargerðin lögð fram og staðfest.

2. Fundargerð 4. fundar hafnarnefndar dags. 12. júlí 2019
Fundargerðin lögð fram og staðfest.

3.  Erindi frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar
Fram er lagt erindi Verkalýðsfélags Þórshafnar. Sveitarstjóri kynnti svar sveitarfélagsins og forsendur þess.

4. Erindi frá Umhverfisstofnun dags. 12. júlí – Stefna í úrgangsmálum
Fram er lagt erindi Umhverfisstofnunar er varðar drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs, einnig eru fyrrnefnd drög lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðarráð vísar erindinu til Umhverfis og skipulagsnefndar til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.

5.     Staða skipulagsverkefna
Sveitarstjóri lagði fram og fór yfir stöðu skipulagsverkefna sem nú eru í gangi.

6.     Malbikun gatna og stíga
Sveitarstjóri lagði fram niðurstöðu verðkönnunar vegna malbikunar á götum og stígum.
Bókun um afgreiðslu: Byggðarráð samþykkir að fresta þessu máli.

7. Staða verkefna
a. Leikskóli
Unnið er að ýmsum lokafrágangi vegna verksins og undirbúningi opnunar leikskólans. Ljóst er að ýmislegt smávægilegt mun standa út af við opnun en ekkert af því er þess háttar að það muni trufla starfsemi svo neinu nemi.

b. Langanesvegur 2
Lokið er við að undirbúa klæðningu hússins og vinna hafin við klæðningu. Sveitarstjóri lagði til að hafin yrði vinna við lagfæringu lóðar, áætlaður heildarkostnaður við lóð er 5 til 6 milljónir.
Bókun um afgreiðslu: Byggðarráð samþykkir að fresta þessu máli.

c. Ljósleiðaravæðing
Sveitarstjóri lagði fram minnispunkta um stöðu ljósleiðarvæðingar og hugmynd um útvíkkun verkefnis. Unnið er að ljósleiðaravæðingu Langanesstrandar og Bakkafjarðar og hefur svokallaður undanfari farið yfir svæðið og valið lagnaleiðir. Einnig er unnið að undirbúningi kynningar fyrir Bakkfirðinga.
Sveitarstjóri óskaði heimildar til að vinna áfram að þeim hugmyndum um útvíkkun verkefnisins sem tilgreindar eru í framlögðum minnispunktum.
Bókun um afgreiðslu: Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

Samþykkt samhljóða.

d. Önnur verkefni
Lokið er við að leggja stíg frá Sunnuvegi að Hálsvegi ásamt  jarðvegsskiptum undir stétt frá Sunnuvegi að Fjarðarvegi.
Lokið er við að plægja niður rör vegna varmadæluvæðingar og unnið að lokafrágangi þess verks.
Óskað hefur verið eftir tilboðum í steypta stétt við Bakkaveg 3 og 5 og legginn frá Sunnuvegi að Fjarðarvegi.
Vinna á vegum þjónustumiðstöðvar hefur gengið með ágætum undanfarið, megináhersla hefur verið lögð á fegrun og viðhald.

8. Brothættar byggðir, Betri Bakkafjörður
a. Fundargerð verkefnisstjórnar dags 5. júlí 2019

Fundargerðin lögð fram til kynningar

b. Minnisblað vegna kostnaðar sveitarfélagsins vegna verkefnisins
Sveitarstjóri lagði fram og fór yfir áætlaðan kostnað sveitarfélagsins sem beintengist verkefninu Betri Bakkafjörður.

c. Frumdrög að samkomulagi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga
Sveitarstjóri lagði fram og fór yfir frumdrög að samkomulagi við AÞ vegna verkefnisins Betri Bakkafjörður.
Bókun um afgreiðslu: Byggðarráð felur sveitarstjóra að ljúka gerð samkomulags við AÞ.

Samþykkt samhljóða.

9. Heimild til lánsumsóknar hjá Lánasjóði Íslenskra sveitarfélaga
Sveitarstjóri lagði fram og kynnti minnisblað vegna lántöku og óskaði heimildar byggðarráðs til að óska láns að fjárhæð 50 m.kr. hjá Lánasjóði Íslenskra sveitarfélaga.
Bókun um afgreiðslu: Byggðarráð heimilar sveitarstjóra að óska eftir umræddu láni hjá Lánasjóði Íslenskra sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða.

10.  Fundargerð 7. fundar velferðar- og fræðslunefndar dags. 15. júlí 2019
Formaður kvað sér hljóðs og óskaði eftir því að fá að kalla inn varamann undir þessum lið þar sem hann væri starfsmaður grunnskólans og teldi því eðlilegt að hann kæmi ekki að afgreiðslu málsins.  Gekk formaður af fundi eftir að hafa falið Mirjam Blekkenhorst varaformanni stjórn fundarins. Í stað formanns kom Halldór R. Stefánsson inn á fundinn og tók sæti.

Að því loknu var gengið til afgreiðslu máls.

Fram er lögð fundargerð 7. fundar velferðar- og fræðslunefndar. Efni fundarins var ráðning skólastjóra við Grunnskólann á Þórshöfn. Á fundi nefndarinnar var samþykkt bókun þess efnis að nefndin mælti með því að Hilma Steinarsdóttir yrði ráðin skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn.

Í ljósi þeirrar vinnu sem fram fór í ráðningarferlinu og bókunar velferðar- og fræðslunefndar leggur sveitarstjóri fram eftirfarandi tillögu í samræmi við 52. gr samþykkta sveitarfélagsins: Lagt er til að Hilma Steinarsdóttir verði ráðin skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn frá og með komandi skólaári.

Bókun um afgreiðslu: Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu og felur sveitarstjóra í samvinnu við skólaráðgjafa að ganga frá ráðningarsamningi og endurskoða starfslýsingu til samræmis við ýmsar breytingar sem orðið hafa á síðustu árum.

Samþykkt með 2 atkvæðum Halldórs og Mirjam. Siggeir sat hjá og las eftirfarandi bókun frá U-lista: U-listinn gagnrýnir hvernig staðið hefur verið  að ráðningu skólastjóra.

Halldór fer af fundi og formaður kemur á ný á fund og tekur við stjórn fundarins.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða. 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:18.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?