Fara í efni

9. fundur byggðarráðs

22.07.2019 12:00

9. fundur byggðarráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 22. júlí 2019. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson og Elías Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð. Svo var ekki.

Að því búnu var gengið til dagskrár.

Formaður bar upp tillögu þess efnis að bætt verði inn einum lið á dagskrá sem bæri nafnið „Bæjarhátíðin Bryggjudagar“, umræddur liður verði númer 3 á dagskrá fundarins. Var það samþykkt samhljóða.

  

Fundargerð

1. Malbikun Gatna og stíga

Fram eru lagðir minnispunktar sveitarstjóra dags 19. júlí vegna málsins, sem frestað var á 8. fundi byggðaráðs, ásamt niðurstöðu verðkönnunar vegna útlagningar malbiks.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að aðkoma að leikskóla, stígar frá Sunnuvegi að íþróttamiðstöð ásamt tengistígum og plan við þjónustumiðstöð verði malbikuð. Áætlaður kostnaður vegna framkvæmdarinnar er 18 milljónir. Sveitarstjóra falið að ljúka gerð viðauka við fjárhagsáætlun sem miðist við að framkvæmdin verði fjármögnuð með lánsfé.

Samþykkt samhljóða.

Siggeir Stefánsson lagði fram eftirfarandi bokun f.h. U-listans: U listinn samþykkir að malbikuð verði aðkoma og bílastæði að nýjum leikskóla í sumar. Við erum hlynnt því að malbika göngustíga í þorpinu en teljum það ekki vera forgangsmál. Hinsvegar ef það næst fram lækkun á heildarkostnaði við malbikunarframkvæmdir með því að taka göngustíga með í framkvæmdirnar í ár þá samþykkjum við það.

2. Langanesvegur 2, lagfæring lóðar

Fram eru lagðir minnispunktar sveitarstjóra dags 19. júlí vegna málsins, sem frestað var á 8. fundi byggðaráðs, ásamt tillögu Landmótunar að tilhögun lóðar.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að lóð við Langanesveg 2. verði lagfærð í samræmi við framlögð gögn. Áætlaður kostnaður vegna framkvæmdarinnar er 6 milljónir. Sveitarstjóra falið að ljúka gerð viðauka við fjárhagsáætlun sem miðist við að fjármagna framkvæmdina með handbæru fé.

Samþykkt með tveimur atkvæðum, Siggeir Stefánsson greiddi atkvæði á móti.

Siggeir Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun f.h. U-listans: U-listinn telur að kostnaður við lóðafrágang hefði átt að vera fyrirséður og átt að koma fram í upphafi þegar lögð var fyrir sveitarstjórn kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við Jónsabúð, þegar verið var að ræða kostnað sveitarfélagsins við þetta verkefni. Þá var ljóst að Vínbúðin hafði áhuga á rými þarna inni og augljóst að það verður að vera aðgengi í þær íbúðir sem þarna eru. U-listinn var mótfallinn þessum kaupum vegna þess m.a. að þetta myndi vinda uppá sig og verða dýrara en áætlað væri og við höfum nóg af brýnni verkefnum sem þarfnast fjármagns. Í því sambandi má benda á íþróttahúsið sem þarfnast mikils viðhalds og lagfæringa. Að okkar mati ætti það að hafa forgang fram yfir mörg önnur verkefni sem er verið að framkvæma.

3. Bæjarhátíðin Bryggjudagar

Byggðaráð vill lýsa yfir ánægju sinni með framkvæmd Bryggjudaga og koma á framfæri þakklæti sveitarfélagsins til handa þeim er að stóðu.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:22.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?