12. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar
Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd
12. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn þriðjudaginn 13. febrúar 2024. Fundur var settur kl. 17:00.
Mætt voru: Daníel Hansen, Sigríður Jóhannesdóttir og Hjörtur Harðarson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.
Fundargerð
1. Minnisblað um stöðu verkefnastjóra í stjórnsýslu.
Sveitarstjóri hefur unnið minnisblað um stöðu verkefnastjóra innviða, Betri Bakkafjarðar og Kistunnar.
Bókun um afgreiðslu: Nefndi samþykkir að þeim verkferlum sem lýst er í minniblaðinu verði fylgt eftir og að nefndin fái þær upplýsingar frá viðkomandi verkefnastjórum sem lýst er. Verkefnastjórar komi reglulega á fund nefndarinnar til að upplýsa nefndina um störf sín og starfsemi.
Samþykkt samhljóða.
2. Erindi til sveitarstjórnar vegna Ungmennaráðs
Ungmennaráð hefur sent öllum nefndum og ráðum sveitarfélagsins bréf þar sem minnt er á hlutverk ráðsins og fer fram á að nefndir og ráð hafi Ungmennaráð í huga hvað málefni til umfjöllunar varðar.
Lagt fram til kynningar
3. Erindi frá smábátafélaginu Fonti til sveitarstjórnar
Smábátafélagið Fontur sendi sveitarstjórn erindi í desember vegna „Vinnsluskyldu á grásleppu“. Erindið barst það seint að það var ekki tekið fyrir í sveitarstjórn fyrr en í lok janúar. Þar var ákveðið að efna til fundar með smábátaeigendum og fór sá fundur fram 1. febrúar. Málið var tekið upp á fundi byggðaráðs í kjölfarið þann 8. febrúar. Þar var málinu vísað til sveitarstjórnar.
Lagt fram til kynningar
4. Drög að samningi við ON um rafhleðsluvæðingu á Þórshöfn og Bakkafirði
Fyrir nefndinni liggja drög að samningi við ON um uppsetningu á hraðhleðslustöðvum fyrir bíla á 4 stöðum á Þórshöfn og Bakkafirði. Samningurinn felur í sér einkarétt til að reka slíkar stöðvar til 15 ára. Byggðaráð samþykkti samninginn fyrir sitt leiti og vísaði honum til sveitarstjórnar þar sem taka þarf afstöðu til gerðar bílastæðis við Kjörbúðina vegna samningsins.
Bókun um afgreiðslu: Atvinnu- og nýsköpunarnefnd er samþykk því að gerður verði samningur við ON um hleðslustöðvar fyrir rafbíla og mælir með samþykkt hans. Nefndin ræddi möguleika á hraðhleðslustöð á Bakkafirði og þykir miður að ekki skuli komið upp slíkri stöð þar.
Samþykkt samhljóða.
5. Samningur við ISAVIA frá 2021 ásamt minnisblaði sveitarstjóra vegna hugsanlegs útboðs.
Ráðgert er að fara í útboð á flugi til Þórshafnar og Vopnafjarðar í vor. Það er Vegagerðin sem býður verkið út en sveitarfélagið er með samning við ISAVIA um rekstur flugvallarins.
Bókun um afgreiðslu: Mikilvægt er að við útboð verði þjónusta við íbúa á Þórshöfn ekki skert frá því sem nú er. Nefndin óskar eftir því við sveitarstjóra að hann fylgi fast eftir að hagmunum íbúa verði gætt í útboðinu.
Samþykkt samhljóða.
6. Samningur við SSNE um innviðauppbyggingu ásamt verkefnalýsingu
Gerður hefur verið samningur ásamt verkefnalýsingu við SSNE um að starfsmaður samtakanna sinni þeim verkefnum sem kveðið er á um í samningi sveitarfélagsins og Innviðaráðuneytisins um að styrkja innviði í Langanesbyggð.
Bókun um afgreiðslu: Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar samningnum og býður Gunnar Má Gunnarsson velkomin til starfa í tengslum við samninginn og óskar eftir góðu samstarfi við hann í samræmi við lið 1 hér á undan.
Samþykkt samhljóða.
7. Aukning hlutafjár í Fjárfestingafélagi Þingeyinga ásamt fylgiskjölum, þróun mála, ársreikningi og aðalfundargerð.
Sveitarstjórn fékk sent erindi í apríl s.l um stofnun eignarhaldsfélags innan FÞ um hlutafélög í eigu sveitarfélaganna. Þar kemur fram að Langanesbyggð átti um áramót 2022/2023 10,2% í FÞ. Sveitarstjórn tók jákvætt í erindið á þeim tíma. Í september fékk sveitarstjórn minnisblað frá þeim sem unnið hafa að samrunaáætlun. Þar komu fram upplýsingar um að ýmsar breytingar höfðu átt sér stað í ferlinu m.a. varðandi afstöðu Þingeyjarsveitar. Einnig gerðist það í desember s.l. að stjórn Fjallalambs færði niður hlutafé um 41% og samþykkti hlutafjáraukningu sem boðin var hluthöfum. Sveitarstjórn Langanesbyggðar hafnaði því boði á fundi 25. janúar. Þá gerðist það einnig á síðasta ári að sveitarfélagið seldi sinn hlut í Ytra Lóni og eftir urðu aðeins hlutir í Fjallalambi og í Seljalaxi.
Fyrir síðasta sveitarstjórnarfund fékk sveitarstjórn senda tillögu að bókun þar sem samþykkja átti að leggja inn hlutabréf í eigu sveitarfélagsins í Fjallalambi og Seljalax samkvæmt bókfærðu virði samkvæmt ársreikningi 2023 (sem liggja ekki fyrir). Sveitarstjóri reyndi að leita upplýsinga um við hvaða raunvirði yrði miðað við, þ.e. virði samkvæmt ársreikningum 2023 (sem ekki liggur fyrir ) eða ársreikningum 2022 legði það inn hlutafé sitt í FÞ. Svör bárust ekki og því var bókuninni breytt í „bókfært verð í ársreikningi 2022“. Enn hafa ekki borist frekari upplýsingar um hver endanlegur hlutur sveitarfélagsins yrði í FÞ og því leggur byggðaráð fram eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn fól sveitarstjóra að vinna málið áfram og það verði tekið til umræðu aftur þegar uppfærð samrunaáætlun og nánari upplýsingar liggja fyrir.
Bókun um afgreiðslu: Atvinnu- og nýsköpunarnefnd óskar eftir að fá að fylgjast með þróun mála varðandi eflingu Fjárfestingafélags Þingeyinga og þá hver og hvernig aðkoma sveitarfélagsins verður samkvæmt fyrirhugaðri samrunaáætlun.
Samþykkt samhljóða.
8. Starfsstöð í náttúrurannsóknum við Bakkafjörð.
Skýrsla um hugsanlega starfsstöð í náttúrurannsóknum við Bakkafjörð.
Lagt fram til kynningar
9. Greinargerð vegna mats á umsóknum um styrki vegna Betri Bakkafjarðar
Greinargerð frá verkefnisstjórn Betri Bakkafjarðar um mat á umsóknum um styrki í janúar 2024. Í greinargerðinni er farið yfir umsóknir og þær metnar með tilliti til níu mismunandi viðmiðunarþátta og einkunn gefin á skalanum 1-5 fyrir hvern þá, en hver þáttur hefur mismunandi vægi.
Lagt fram til kynningar
10. Bréf frá verkefnisstjórn Betri Bakkafjarðar um styrk úr frumkvæðissjóði til verkefnisins „Velkomin til Hafnar“ – Skiltagerð.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar fyrir veittan styrkt og lítur á hann sem lið í að styrkja komu ferðamanna til Bakkafjarðar.
Samþykkt samhljóða
11. Önnur mál
a) Nefndin telur brýnt að móta stefnu í ferðamálum fyrir sveitarfélagið.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00