Fara í efni

15. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

21.10.2020 17:00

15. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 21. október 2020. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Tryggvi Steinn Sigfússon í fjarfundarsambandi, Almar Marinósson, Guðmundur Björnsson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Jón Trausti Sæmundsson markaðsráðgjafi var á fundinum undir lið 1.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

1.            Markaðs- og kynningarmál í Langanesbyggð

Jón Trausti Sæmundsson markaðsráðgjafi fór yfir hugmyndir að markaðs- og kynningaráætlun fyrir sveitarfélagið.

Þorsteinn Ægir vék af fundi kl. 18:10.

Umræðu frestað þar til skýrsla um friðunarkosti Langaness liggur fyrir.

Jón Trausti vék af fundi kl. 18:30.

2.            Byggðaáætlun 2020-2024

Byggðaáætlun 2020-2024 lögð fram, en ríkisstjórnin er með áætlunina í endurskoðun í vetur.

Umræðu frestað til næsta fundar.

3.            Vinnuafl og atvinnuleysi í Langanesbyggð 2000-2020

Yfirlit um þróun fjölda vinnandi einstaklinga í Langnesbyggð og atvinnuleysi frá árinu 2000 til ársins 2020.

Lagt fram.

4.            Tillaga um minnismerki um strand skipsins Fridtjof

Lagðar fram hugmyndir Guðmundar Vilhjálmssonar um minnismerki strands eða áhafnar skipsins Fridtjofs, sem strandaði við Langanes fyrir um 123 árum.

Bókun um afgreiðslu: Hugmyndinni vel tekið og ákveðið að skoða málið nánar í samvinnu við bréfritara.

Samþykkt samhljóða.

5.            Önnur mál

Engin.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?