15. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar
Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd
15. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn þriðjudaginn 11. júní 2024. Fundur var settur kl. 16:00.
Mætt voru: Daníel Hansen, Sigríður Jóhannesdóttir, Þórir Jónsson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.
Fundargerð
1. Styrkveiting úr Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða vegna bætt aðgengi að fuglaskoðunarskýlis á Skoruvíkurbjargi.
Lagt fram til kynningar
Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar fyrir framlagið til verkefnisins
Samþykkt samhljóða.
2. Synjun styrkumsóknar úr Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða vegna fyrirhugaðs verkefnis að hafnartanga.
Lagt fram til kynningar.
a) Gæðamatsblað við úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
3. Rekstrarsamningur við Þekkingarnet Þingeyinga um rekstur Kistunnar.
Lagður fram endurskoðaður samningur um rekstur Kistunnar við Þekkingarnet Þingeyinga.
Sigríður Friðný og sveitarstjóri gerðu grein fyrir breytingum á samningi.
Lagður fram til kynningar
4. Samningur um rekstur á Bakkafirði, endurskoðun. Umsögn nefndarinnar um samninginn.
Til stendur að endurskoða samning um rekstur á Bakkafirði. Óskað er eftir áliti nefndarinnar fyrir hverfisráðsfund á Bakkafirði.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur áherslu á að samningurinn verði endurnýjaður í sátt við íbúa á Bakkafirði með hagsmuni leigutaka og leigusala að leiðarljósi.
Samþykkt samhljóða.
5. Ævintýra kort barnanna. Minnisblað verkefnastjóra Kistunnar
Lagt fram minnisblað Verkefnastjóra Kistunnar um Ævintýrakort barnanna.
Sigríður Friðný mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar framtakinu og ánægð með að kortið verði endurútgefið.
Samþykkt samhljóða.
6. Önnur mál.
06.1 Listasmiðja (Skapandi störf). Starkaður Sigurðarson sem er verkefnastjóri gerði grein fyrir starfseminni. Tveir starfsmenn vinna að verkefninu, sveitarfélagið greiðir laun í 6 vikur fyrir verkefnið. Lokaafurð listasmiðjunnar er sýning í tengslum við Bryggjudaga.
Bókun um afgreiðslu: Óskað er eftir því við verkefnastjóra að gerð verði grein fyrir afrakstri verkefnisins í lok þess á fundi með nefndinni.
Samþykkt samhljóða
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15