Fara í efni

17. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

27.01.2021 17:00

17. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 27. janúar 2021. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Heiðrún Óladóttir, Almar Marinósson, Guðmundur Björnsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson sem jafnframt ritaði fundargerð.

Baldvin Valdemarsson ráðgjafi hjá SSNE var á fundinum undir lið 1.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

1. SVÓT greining á atvinnutækifærum frá 2019 – næstu skref

Baldvin Valdemarsson SSNE verður var í fjarfundarsambandi undir þessum lið. Ákveðið að starfsfólk og nefndarmenn taki saman helstu atriði úr greiningunni sem unnið verði með áfram fyrir næsta fund. Samþykkt samhljóða.

2. Norðurhjari – skýrsla og áframhaldandi samstarf

Lagt fram: Þjónustusamningur við Norðurhjara fyrir árið 2020, vinnuskýrsla 2 til Langanesbyggðar, verkyfirlit og tímaskrá.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að fela formanni og sveitarstjóra að ræða við formann og framkvæmdastjóra Norðurhjara um möguleika á áframhaldandi samstarfi.

Samþykkt samhljóða.

3. Áfangastaðaáætlun – til kynningar

Áfangastaðaáætlun Markaðsstofu Norðurlands lögð fram. Framundan eru breytingar á samningum markaðstofa í landinu við stjórnvöld. Framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar kynnir breytingarnar ásamt áfangastaðaáætlunina nk. föstudag á fjarfundi milli kl. 13 og 14.

4. Önnur mál

Sveitarstjóri greindi frá því að viðræður væru í gangi á milli seljanda og hugsanlegs kaupanda eða leigjanda að bifreiðaverkstæði á Þórshöfn.

Í bígerð eru viðtöl við þá sem hafa boðist til að taka að sér rekstur verslunar og gistiheimilis á Bakkafirði.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:35.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?