Fara í efni

17. fundur atvinnu og nýsköpunarnefndar

21.01.2025 17:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

17. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn þriðjudaginn 21. janúar 2025. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Daníel Hansen, Hjörtur Harðarson, Ásberg Steinsson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.

Fundargerð

1. Norðurland – okkar áfangastaður. Norðurhjarasvæðið stöðuskilgreining og aðgerðaráætlun.
Árið 2024 fékkst styrkur úr sóknaráætlun NE fyrir verkefni sem hafði það markmið að móta sameiginlega sýn Norðurhjarasvæðisins fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu. Farið var í greiningarvinnu og sett fram aðgerðaráætlun í samstarfi við Norðurþing, Langanesbyggð, SSNE og ferðamálasamtökin Norðurhjara. Skýrsluna má finna á link sem er í fylgiskjali.

Bókun um afgreiðslu: Nefndi lýsir yfir ánægju sinni með skýrsluna sem er vönduð og vel unnin. Sveitarstjóra falið að koma á framfæri smávægilegum athugasemdum, hugleiðingum og leiðréttingum.

Samþykkt samhljóða.

2. Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands vegna Flugklasans.
Eftir að samningar tókust við sveitarfélög á NE hefur Markaðsstofa Norðurlands sent inn nýtt erindi þar sem farið er fram á framlag frá Langanesbygg sem nemur kr. 500.- á íbúa (600 íbúar). Það þýðir kr. 300.000.- í framlag frá Langanesbyggð.

Bókun um afgreiðslu: Atvinnu – og nýsköpunarnefnd mælir með því að þessi styrkur verði veittur fyrir árið 2025.

Samþykkt samhljóða

3. Sandurinn, skipulag. Bréf frá íbúum.
Íbúar hafa sent erindi til sveitarfélagsins vegna skipulags á Sandinum í fjörunni fyrir neðan Hafliðabúð.
Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi vegna erindisins: Nefndin þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í að þróa frekari hugmyndir um útivistasvæði. Nýlokið er auglýsinga- og athugasemdaferli um hafnarsvæðið þar sem upptökubrautin er staðsett. Í skilmálum fyrir dýpkun hafnarinnar kom fram að fjaran, grasbalar og umhverfi fjörunnar raskist sem minnst við framkvæmdirnar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og tekur jákvætt í erindið að taka tillits til umrædds svæðis við skipulag.

Samþykkt samhljóða.

4. Skapandi sumarstörf, skýrsla Starkaðar Sigurðssonar verkefnastjóra.
Skýrsla verkefnastjóra um skapandi sumarstörf – skýrslan lögð fram til kynningar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakka fyrir skýrsluna og stefnir á framhald verkefnisins og að undirbúningur hefjist í tíma. Nefndin fer fram á að verkefnið verði kynnt betur en gert hefur verið t.d. með bréfi eða á annan hátt þannig að hægt sé að ná til sem flestra.

Samþykkt samhljóða.

5. Stjórnsýsluskoðun, uppfærð ásamt innleiðingaráætlun.
Strategía hefur uppfært úttekt sína eftir nokkrar athugasemdir og lagt fram innleiðingaráætlun (framkvæmdaáætlun) í samræmi við þær tillögur sem koma fram í áætluninni.
Endurskoðuð skýrsla lögð fram og óskað eftir athugasemdum frá nefndarmönnum. Ráðgert er að leggja athugasemdir fyrir starfshóp og sveitarstjórn ekki síðar en á fundi sveitarstjórnar 27. febrúar. Athugasemdum verði komið á framfæri við sveitarstjóra.
Lagt fram til kynningar og skoðunar.

6. Fundaplan 2025
Lagt fram til kynningar

7. Önnur mál
     7.1 Þjóðgarður á Langanesi. Rætt um framgang málsins.
     7.2 Bifreiðaskoðun á Þórshöfn.

Bókun nefndarinnar: Atvinnu- og nýsköpunarnefnd skorar á sveitarstjórn að beita sér fyrir því að á Þórshöfn verði skoðunarstöð fyrir bifreiðar þar sem íbúar Langanesbyggðar eiga hvað lengst að fara á landinu í næstu skoðunarstöð sem er á Húsavík.

Samþykkt samhljóða.

     7.3 SVÓT greining um stöðu landbúnaðar á NA landi.
Haldnir verða fræðslufundir fyrir bændur í Norðurþingi og Langanesbyggð.
     7.4 Nefndin leggur áherslu á að lokið verði við mótun atvinnustefnu í sveitarfélaginu og að því verkefni komi sveitarstjórn, Kistan – þekking og þróun, verkefnastjóri innviða, fyrirtæki í sveitarfélaginu og allir þeir sem hafa hagsmuna að gæta að fjölbreyttu atvinnulífi.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:10

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?