Fara í efni

18. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

18.02.2025 16:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

18. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn þriðjudaginn 18. febrúar 2025. Fundur var settur kl. 16:00.

Mætt voru: Daníel Hansen, Sigríður Jóhannesdóttir, Aneta Potrykus og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Sigríður Friðný mætti undir lið 2.
Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.


Fundargerð

1. Innviðauppbygging í Langanesbyggð. Stöðuskýrsla verkefnastjóra innviða.
Stöðuskýrsla verkefnastjóra innviða. Fjallað er um raforkuinnviði, fjarskipti, Finnafjarðarverkefni, orkuskipti húshitun og heitaveitumöguleika, stofnun þjóðgarðs á Langanesi, fjárfestingar og hafnarmál.
Skýrslan lögð fram til kynningar – verkefnastjóri mætir síðar á fund til að svara hugsanlegum spurningum. Málið verður lagt fyrir næsta fund nefndarinnar.

2. Minnisblað verkefnastjóra Kistunnar vegna Atvinnumálastefnu 13.02.2025
02.1 Atvinnustefna Mosfellsbæjar frá 2024
02.2 Atvinnustefna sveitarfélaga handbók SASS
Sigríður Friðný Halldórsdóttir verkefnastjóri Kistunnar mætti á fundinn og gerði grein fyrir minnisblaði um atvinnumál sem hún hefur unnið. Þar er lögð fram tímaáætlun fyrir mótun atvinnustefnu á árinu 2025. Einnig kynnt staða mála á Bakkafirði við samfélagsmiðstöð og framkvæmdir við bílskúrinn að Fjarðarvegi 5.

3. Önnur mál
Sveitarstjóri sagði frá ráðningu Svanhildar Arnmundardóttur í starf samfélagsfulltrúa á Bakkafirði. Svanhildur hefur störf 1. apríl nk.
Sigríður kynnti „Öngulinn og auðinn“ – Tækifæri í veiðiþjónustu – sem haldinn verður laugardaginn 22. febrúar í veiðihúsi við Miðfjarðará í Langanesbyggð.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:50

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?