21. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar
Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd
21. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 16 júní 2021. Fundur var settur kl. 17:00.
Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Almar Marinósson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og stjórnaði.
Fundargerð
1. Handbók Norðurstrandarleið (Arctic Coast Way)
Handbók um notkun landfræðilegs upplýsingagrunns (GIS) sem tækis til skipulagningar umbóta á eða uppbyggingu lagður fram. Einnig hefur sveitarfélagið fengið 5 skilti með merki.
Bókun um afgreiðslu: Afgreiðslu á tillögu um staðsetningu skilta frestað til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða.
2. Áfangastaðir í Langanesbyggð
Listi með mögulegum áfangastöðum í Langanesbyggð, dags. í apríl 2021, lagður fram til kynningar.
Bókun um afgreiðslu: Ákveðið að taka málið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
3. Ræktum Ísland og fundur með landbúnaðarráðherra
Gögn frá fundi landbúnaðarráðherra vegna verkefnisins „Ræktum Íslands“ lögð fram.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að senda til ráðuneytisins ábendingu um ákveðna þversögn um kynningu á útivist og gönguleiðir, t.d. gönguleiðir á Norðurstrandarleiðinni, um einkalönd og afstöðu þeirra landeigenda sem ekki vilja umferð um landsins. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að gengið verði frá samkomulagi við landeigendur ef gönguleið er kynnt opinberlega um opið einkaland.
Samþykkt samhljóða.
4. Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands
Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands, dags. 4. maí 2021, lögð fram.
5. Stöðuskýrsla uppbyggingateymis félagsmálaráðuneytis
Stöðuskýrsla nr. 16 til ráðgefandi aðila frá teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19 lögð fram.
6. Önnur mál
6.1. Húsnæði Landsbankans.
Sveitarstjóri greindi frá því að hús Landsbankans, að Fjarðarvegi 5 á Þórshöfn væri komið á sölu. Hann hefði átt samtal við Landsbankann um möguleg kaup á húsinu fyrir nýsköpunarverkefni í Langanesbyggð. Einnig að rætt hefði verið við bæði SSNE og Byggðastofnun um mögulega komu að þróun hugmyndarinnar.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:50.