Fara í efni

23. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

20.10.2021 17:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

23. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn miðvikudaginn 20. október 2021. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Guðmundur Björnsson, Almar Marinósson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð. Tryggvi Steinn Sigfússon tilkynnti forföll.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

1. Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands
Fundargerðin lögð fram.

2. Lokaútgáfa bréf til sveitarfélaga um heimsmarkmið
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um stuðning við sveitarfélög við innleiðingu heimsmarkmiða SÞ lagt fram.

3. Frá Markaðsstofu Norðurlands um áfangastaðaáætlu og Topp 5 listi yfir verkefni
Listi yfir forgangsverkefni í ferðaþjónustu á Norðurlandi lagður fram.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin óskar efir nánari skýringum frá Markaðsstofu Norðurlands á listanum.

Samþykkt samhljóða.

4. Mögulegar framkvæmdir í vegagerð
Skýrsla Rannsóknarmiðstöðar Háskólans á Akureyri fyrir SSNE um mögulegar framkvæmdir í vegagerð lögð fram.

5. Fjárhagsáætlunargerð 2022
Sveitarstjóri sagði fjárhagsáætlun 2022 vera í vinnslu og nefndin gæti komið með tillögur.

Bókun um afgreiðslu: Málinu vísað til næsta fundar til afgreiðslu. Sveitarstjóra falið að taka saman lista yfir þau atriði í fjárhagsáætlun sem heyra undir svið nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

6. Önnur mál

a) Sveitarstjóri ræddi rannsóknir á viðhorfum aðfluttra í sveitarfélaginu. Einnig rætt um möguleika á rannsóknum á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum vegna mögulegrar stórra verkefna í atvinnumálum.

b) Spurt um um hver staðan væri á húsnæðisáætlun og atvinnustefnu.

Sveitarstjóri svaraði að HMS væri að undirbúa húsnæðisáætlun rafrænt þar sem sveitarfélög fylla inn upplýsingar sem þau búa yfir og stefnu þeirra. Beðið er eftir rafrænum grunni.

Sveitarstjóra falið að leggja drög að atvinnustefnunni fyrir næsta fund.

c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við Landsbankann um kaup á húsinu að Fjarðarvegi 5.

d) Spurt um stöðu mála varðandi bifreiðaskoðun.

Sveitarstjóri sagði frá viðræðum við eiganda bifreiðaverkstæðis Hjartar.

 

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða. Almar gerir athugasemdir við fundarstjórn.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?