27. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar
Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd
26. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn miðvikudaginn 16. mars 2022. Fundur var settur kl. 17:00.
Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Maríus Halldórsson, Guðmundur Björnsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.
Fundargerð
1. Bréf vegna fjallskila dags, 25.01.2022 – frá sveitarstjórn
Bréf dags. 25. janúar 2021, frá Páli Jónassyni, Guðjóni Gamalíelssyni og Halldóri Jóhannssyni vegna fjallskilamála lagt fram. Erindinu var vísað til nefndarinnar af sveitarstjórn.
Bókun um afgreiðslu:
Nefndin tekur ekki afstöðu til skoðana bréfritara sem koma fram í bréfinu. Hún bendir á að um fullkomlega löglega ákvörðun sé að ræða, skv. lögum um fjallskil og fjallskilasamþykkt sveitarfélagsins. Fordæmi eru til víða á landinu fyrir landgjaldi vegna fjallskila.
Samþykkt samhljóða.
2. Greining á gjaldtöku af sjávarútvegi og fiskeldi, dags, 17.12.2021
Lögð fram greining á gjaldtöku af sjávarútvegi unna á vegum KPMG fyrir Samtök sjávarútvegs sveitarfélaga, dags. 17. desember 2021.
3. Tilkynning frá Markaðsstofnu Norðurlands um frestun funda fram í byrjun apríl.
Lagður fram tölvupóstur dags. 21.febrúar 2022 frá Markaðstofu Norðurlands um frestun vinnufunda fram í byrjun apríl nk.
4. Vinnuskýrsla og sundurliðun vinnu Norðurhjara 3 ársfjórðungs 2021.
Lögð fram vinnuskýrsla frá Norðurhjara 2. og 3. ársfjórðungs 2201 ásamt sundurliðun.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar greinargóða skýrslu og lýsir ánægju sinni með samstarfið.
Samþykkt samhljóða.
5. Drög að samningi við N4
Drög að samstarfssamningi sveitarfélaga á starfssvæði SSNE við sjónvarpsstöðina N4. Markmið samstarfs sveitarfélaganna og N4 er að efla umfjöllun um menn og málefni á svæðinu. Gert er ráð fyrir um 64 innslögum í 16 þáttum í þáttaröðinni Að Norðan, sem frumsýndir eru aðra hverja viku.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með samstarfi sveitarfélaganna við N4 á grundvelli framlagðra draga að samkomulagi og áætlaðrar kostnaðarskiptingar.
Samþykkt samhljóða.
6. Six Rivers Project
1) Formaður greindi frá fundi sem hún sótti laugardaginn 12. mars sl. á vegum Six Rivers Project, áður Veiðifélagið Strengur.
2) Í framhaldi af umræðum um fund Six Rivers Project greindi sveitarstjóri sérstaklega frá erindi Guðmundar Vilhjálmssonar um framtíðaráform hvað varðar sameiningu veiðifélags Hafralónsár og veiðideildar Kverkár. Hann greindi einnig frá því að vilji aðalfundar og stjórnar veiðideildar Kverkár stæði til að sameina veiðifélögin.
7. Önnur mál
Engin önnur mál
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.