Fara í efni

3. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

22.11.2022 17:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

3. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn þriðjudaginn 22. nóvember 2022. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Daníel Hansen formaður, Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir, Hjörtur Harðarson, Sigríður Jóhannesdóttir og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.

Fundargerð

1. Norðurhjari – ósk um endurnýjun samnings  
    A) Ársreikningur Norðurhjara fyrir 2021 undirritaður
    B) Ársskýrsla Norðurhjara fyrir árið 2021
    C) Norðurhjari verkþættir
    D) Norðurhjari – verkefni
    E) Núverandi þjónustusamningur við Norðurhjara

Farið er fram á endurnýjun þjónustusamnings við Norðurhjara. Einnig ósk um að samningsupphæðin verði 1500 þús. í stað 1400 þús. fyrir árið 2023.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að gerður verði nýr þjónustusamningur við Norðurhjara og að greitt verði fyrir hann kr. 1500 þúsund með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Nefndin leggur áherslu á að ráðin verði viðburðar- eða markaðsstjóri fyrir sveitarfélagið a.m.k. sem tilraun til að koma sveitarfélaginu betur á kortið. Viðkomandi mundi vinna með Norðurhjara eða í samvinnu við hann.

Samþykkt samhjóða.

2. Fjarðarvegur 5 – áætlanir og framtíðarsýn. Heiðrún Óladóttir mætti á fundinn og gerir grein fyrir stöðu mála varðandi Fjarðarveg 5
Að Fjarðarvegi 5 er unnið að því að koma á fót atvinnu- og nýsköpunarsetri. Heiðrún gerði grein fyrir stöðu mála varðandi þá starfsemi sem þegar er ætlunin að verði þar.

3. Framtíð Eyrarvegar 1 – Bókun í byggðaráði 17. nóv 2022: Byggðaráð óskar eftir áliti nefndarinnar á framtíð Eyrarvegar 1 vegna bókunar í hafnarnefnd.
Að Eyrarvegi 1 hefur verið unnið að því að koma á fót menningarhúsi undir nafninu „Röstin“. Áhugahópur hefur unnið að verkefninu með stuðningi Langanesbyggðar og SSNE. Hópurinn áformar að halda áfram með verkefnið á árinu 2023 og koma húsinu í það stand að hægt sé að gera áætlanir um framtíðaruppbyggingu menningarhúss.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin er jákvæð gagnvart þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er á vegum hópsins og með stuðningi Langanesbyggðar og SSNE samkvæmt þeim upplýsingum sem nefndin hefur nú þegar. Hinsvegar vill nefndi fá að sjá frekari og ítarlegar upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi til að geta gefið álit sitt samkvæmt erindinu. Ekki er því tímabært að slá verkefnið af vegna hugsanlegra breytinga á deiliskipulagi hafnarinnar.

Samþykkt samhljóða.

4. Önnur mál  
     a) Nefndin leggur fram þá ósk hvort listi sé til yfir fyrirtæki á svæðinu og starfsemi þeirra?
     b) Nefndin óskar eftir því að fá upplýsingar um þær hugmyndir sem eru um skipulag hafnarinnar og miðbæjar.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:20.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?