Fara í efni

7. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

16.09.2019 17:30

7. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 16. september 2019. Fundur var settur kl. 17:30.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður,  Almar Marinósson, Guðmundur Björnsson, Elías Pétursson sveitarstjóri og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund, bauð fundarmenn velkomna og innti þá eftir hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð. Svo var ekki.

 

Fundargerð

1.         Úthlutun styrkvegafjár

Langanesbyggð fær 3,5 m.kr. til ráðstöfunar í styrkvegafé hjá Vegagerðinni í ár. Erindinu var vísað til nefndarinnar til umsagnar af sveitarstjórn, en skipulags- umhverfisnefnd og hverfisráð dreifbýlis fá málið einnig til umsagnar.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að leggja til að fjárveitingunni verði varið í eftirtalin verkefni: Kverkártunguveg, veg upp Heiðarfjall og að Hrollaugsstöðum og veg að Staðarseli.

Samþykkt samhljóða.

2.         Umsókn um styrk vegna fuglaskoðunarhúsa

Fyrirspurn frá Fuglastíg Norðurlands um hvort Langanesbyggð og fleiri sveitarfélög hafi áhuga á að taka þátt í umsókn um uppbyggingu fuglaskoðunarhúsa til Framkvæmdasjóðs ferðamanna vegna fuglaskoðunarskýlis við Lundabásinn á Langanesi. Hugmyndir að mögulegu fuglaskoðunarhúsi lagðar fram. Einnig lagður fram, til kynningar, samstarfssamningur milli Norðurþings og Fuglastíga á Norðausturlandi um styrkveitingar vegna byggingar fuglaskoðunarhúsa.

Bókun um afgreiðslu: Ákveðið að formaður skoði málið nánar næsta fund.

Samþykkt samhljóða.

3.         Önnur mál

Umræða um stöðu smábátaútgerðar á Bakkafirði.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?