Fara í efni

1. fundur hafnarnefndar

18.08.2022 14:00

Hafnarnefnd Langanesbyggðar

18. ágúst 2022, kl 14:00
Mættir: Gunnlaugur Steinarsson formaður, Jónas Jóhannsson, Helga Guðrún Henrysdóttir (varamaður fyrir Halldór Stefánsson), Valdimar Halldórsson starfandi sveitarstjóri, Fannar Gíslason frá Vegagerðinni kom inná fundinn á Teams undir lið nr 1).

Dagskrá:

1. Umsóknir vegna hafnargerðar og sjóvarna á sömgönguáætlun 2023-2027

Rætt var um ýmis fjárfestingarverkefni sem fram undan eru við hafnirnar á Þórshöfn og Bakkafirði. Helstu áhersluverkefni að mati nefndarmanna voru lenging á austurkanti á Þórshöfn, trébryggja við smábátahöfn á Þórshöfn, dýpkun í Þórshafnarhöfn innan fjögurra ára, sjóvarnir við smábátahöfn á Bakkafirði og dýpkun í smábátahöfn á Bakkafirði. Fannar Gíslason ræddi við nefndarfólk um einstök verkefni og leiðbeindi um hvernig skuli sækja um þau.
Starfandi sveitarstjóra og skrifstofustjóra falið að sækja um hafnarverkefni fyrir komandi ár (samgönguáætlun 2023-2027) í samræmi við áherslur nefndarinnar.

2. Önnur mál.

Engin önnur mál.

Fundi lokið kl 15:10.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?