10. fundur hafnarnefndar
Fundur í hafnarnefnd
10. fundur hafnarnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, mánudaginn 22. Júlí 2024. Fundur var settur kl. 11:00.
Mættir voru: Gunnlaugur Steinarsson formaður, og Jónas Jóhannsson. Auk þeirra sátu fundinn Þorri Friðriksson f.h. Þjónustumiðstöðvar og hafnarvörður og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð – engar athugasemdir.
Fundargerð
1. Fundargerð hafnarsambandsins nr. 462 22.03.2024
Fundargerðin lögð fram
2. Fundargerð hafnarsambandsins nr. 463 frá 07.05.2024
Fundargerðin lögð fram
3. Höfnin – verkfundargerðir 1-8
Fundargerðirnar lagðar fram til umræðu.
4. Framvinda og reikningar vegna hafnarinnar - samantekt 15.07.2024
Yfirlit yfir framvindu verksins og reikninga sem greiddir hafa verið. Í gögnunum kemur fram að heildarverkið stefni á að fara fram úr áætlun og fara þarf vandlega yfir verkþætti til að skoða hvaða liðir eru að valda auknum kostnaði.
Bókun um afgreiðslu: Hafnarnefnd lýsir furðu sinni yfir því hve langt fram úr áætlun verkið virðist vera komið varðandi kostnað. Áætlað var að taka 13500 m3 upp úr höfninni en staða í dag er sú, að efni upp úr höfninni er komið yfir 20 þús. m3. Nefndin furðar sig á því að ekki skuli hafa komið fram á verkfundi þegar farið var fram úr því magni sem áætlað var. Nefndin óskar eftir því að kallaður verði saman fundur með Vegargerðinni, verktaka, Ísfélaginu, fulltrúum í hafnarnefnd og skipulagsnefnd um þann umframkostnað sem verkið virðist stefna í þar sem leitað verður skýringa á því hver ástæðan er og hver á að bera þann kostnað sem umfram er.
Samþykkt samhljóða.
5. Umsókn um framkvæmdaleyfi ásamt gögnum og uppfærðu lóðablaði – til kynningar
Ísfélagið hefur lagt fram ósk um framkvæmdaleyfi vegna tengibyggingar og frystiklefa. Lagt fram til kynningar.
Bókun um afgreiðslu: Hafnarnefnd gerir ekki athugasemdir að svo stöddu við útgáfu framkvæmdaleyfis sem er háð því að breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag verði samþykkt. Nefndin óskar eftir að fá endanlega tillögu að deiliskipulagi og breytingu að aðalskipulagi til umsagnar áður en málið verður afgreitt til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:00.