11. fundur hafnarnefndar
Fundur í hafnarnefnd
11. fundur hafnarnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, fimmtudaginn 15. ágúst 2024. Fundur var settur kl. 12:00.
Mættir voru: Gunnlaugur Steinarsson formaður, Jónas Jóhannsson. Auk þeirra sátu fundinn Þorri Friðriksson f.h. Þjónustumiðstöðvar og hafnarvörður og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð – engar athugasemdir.
Fundargerð
1. Aðalskipulagsbreyting vegna stækkunar á hafnarsvæði Þórshafnar, tillaga
1.1 Deiliskipulag – greinargerð og umhverfismatsskýrsla – tillaga
Frá Önnu Katrínu: Samkvæmt upplýsingum frá Elis, hefur verið tekið ákvörðun að breyta deiliskipulagsuppdrættinum lítillega. Þær breytingar sem hafa nú verið gerðar frá auglýsingu eru:
· Upptökubrautinni hefur verið hliðrað til og aðkomu að henni breytt.
· Fylling var minnkuð.
· Lóðarmörk og byggingarreitur við Hafnarveg 4-12 var lagfærður. Á aðallega við austurhluta lóðar.
· Staðsetning og lögun timburbryggju var uppfærð miðað við nýjustu upplýsingar.
1.2 Hafnarsvæðið á Þórshöfn kort – tillaga
1.3 Hafnarsvæðið á Þórshöfn - umsögn Heilbrigðiseftirlits NE
1.4 Hafnarsvæðið á Þórshöfn - umsögn Vegagerðarinnar
1.5 Hafnarsvæðið á Þórshöfn – umsögn Egils Einarssonar
1.6 Hafnarsvæðið á Þórshöfn – umsögn Minjastofnunar
1.7 Hafnarsvæðið á Þórshöfn – umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands
1.8 Hafnarsvæðið á Þórshöfn – umsögn Samgöngustofu
1.9 Viðbrögð við auglýstri tillögu um aðalskipulagsbreytingu
1.10 Viðbrögð við auglýstri tillögu um deiliskipulagsbreytingu
Bókun um afgreiðslu: Nefndin telur svör skipulagshönnuðar og skipulagsfulltrúa við athugasemd og umsögnum fullnægjandi og leggur til að sveitarstjórn samþykki fyrirliggjandi tillögu að heildarendurskoðun deiliskipulags hafnarsvæðisins Þórshafnar, með ofangreindum breytingum, þegar uppfærð gögn liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða
2. Deiliskipulag fyrir Bakkafjarðarhöfn
2.1 Deiliskipulag kort
2.2 Bakkafjarðarhöfn yfirlitsmynd
2.3 Deiliskipulag Bakkafjarðarhöfn – umsögn Skipulagsstofnunar
2.4 Deiliskipulag Bakkafjarðarhöfn – umsögn HNE
2.5 Deiliskipulag Bakkafjarðarhöfn - umsögn Vegagerðar
2.6 Deiliskipulag Bakkafjarðarhöfn – umsögn Minjastofnunar
2.7 Deiliskipulag Bakkafjarðarhöfn - umsögn Umhverfisstofnunar
2.8 Bókanir hafnarnefndar um skipulag hafnarinnar á Bakkafirði
2.9 Samantekt athugasemda um Bakkafjarðarhöfn
Bókun um afgreiðslu: Nefndin telur svör skipulagshönnuðar og skipulagsfulltrúa við athugasemd og umsögnum fullnægjandi og leggur til að sveitarstjórn samþykki fyrirliggjandi tillögu að heildarendurskoðun deiliskipulags hafnarsvæðisins Bakkafjarðarhafnar, með ofangreindum breytingum, þegar uppfærð gögn liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða.
3. Trébryggja. Hafnarvörður og hafnarstjóri gera grein fyrir hönnun trébryggju.
Hafnarvörður og hafnarstjóri gerðu grein fyrir hönnun trébryggju.
Bókun um afgreiðslu: Hafnarnefnd ítrekar að bryggjan verði 90 metrar að lengd og 5 metrar á breidd
Samþykkt samhljóða.
4. Önnur Mál
a) Lenging viðlegukants í austur (Nýja bryggja)
Bókun um afgreiðslu: Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að lenging viðlegukants verði sett á samgönguáætlun sem fyrst.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:00.