12. fundur hafnarnefndar
Fundur í hafnarnefnd
12. fundur hafnarnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, 6. nóvember 2024. Fundur var settur kl. 12:00.
Mættir voru: Gunnlaugur Steinarsson formaður, Jónas Jóhannsson og Halldóra R. Stefánsson. Auk þeirra sátu fundinn Þorri Friðriksson f.h. Þjónustumiðstöðvar og hafnarvörður, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð – engar athugasemdir.
Fundargerð
1. Fundargerð stjórnar hafnarsambands Íslands frá 15.08.2024
Fundargerðin lögð fram
2. Fundargerð stjórnar hafnarsambands Íslands frá 09.09.2024
Fundargerðin lögð fram
3. Fundargerð stjórnar hafnarsambands Íslands frá 23.10.2024
Fundargerðin lögð fram
4. Endurbygging brimvarnargarðs – fundargerð með verktaka 28.10.2024
04.1 Tilboðsskrá endurbygging Norðurgarður
04.2 Viðgerð á Garðsenda
04.3 Norðurgarður – snið A
04.4 Norðurgarður – snið B
Vegagerðin hefur gert samning við Skútaberg um viðgerð á Norðurgarði. Framkvæmdum er lýst í fundargerð þar sem sátu fulltrúi Vegagerðarinna og Skútabergs.
Gögn lögð fram til kynningar.
5. Sandurinn og fjaran neðan Hafliðabúðar. Erindi frá íbúum
Tveir íbúar hafa ritað bréf til nefnda sveitarfélagsins þar sem óskað er eftir því að við skipulagsvinnu við höfnina að tekið verði tillit til þess svæðis sem getið er um í bréfinu, sandsins fyrir neðan Hafliðabúð og nágrenni, svo það haldist áfram sem fallegur afþreyingarstaður fyrir íbúa.
Bókun um afgreiðslu: Hafnarnefnd tekur undir með bréfriturum og beinir því til annarra sem um málið fjalla að tekið verði tillit til óska íbúa varðandi þetta svæði.
Samþykkt samhljóða.
6. Önnur mál
Hafnarvörður gerði grein fyrir lokaframkvæmdum og frágangi við höfnina.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:21.