14. fundur hafnarnefndar
Fundur í hafnarnefnd
14. fundur hafnarnefndar Langaneshafna, aukafundur haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, fimmtudaginn 06. mars 2025. Fundur var settur kl. 16:00.
Mættir voru: Gunnlaugur Steinarsson formaður, Jónas Jóhannsson, Helga Henrýsdóttir, Þorri Friðriksson forstöðumaður þjónustumiðstöðvar var í fjarfundarsambandi. Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð – engar athugasemdir.
Fundargerð
1. Fundargerð stjórnar hafnarsambands Íslands nr. 468 frá 06.12.2024
Fundargerðin lögð fram
Liður 4: Afmörkun og skilgreining hafnarsvæða.
Liður 4 lagður fram til kynningar
Fundargerðin lögð fram
2. Fundargerð stjórnar hafnarsambands Íslands nr. 469 frá 24.01.2025
Fundargerðin lögð fram.
3. Samskipti við Vegagerðina vegna trébryggju o.fl.
03.1 Kostnaðaráætlun harðviðarbryggju frá VG
Vegagerðin hefur lagt fram kostnaðaráætlun vegna byggingu harðviðarbryggju í framhaldi af Bryggjuvegi. Einnig hefur sveitarstjóri verið í sambandi við Vegagerðina vegna lagningu Bryggjuvegar (ný aðkoma að höfninni).
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Vegagerðin hefur hafnað því að taka þátt í gerð nýrrar aðkomu þar sem hún nær ekki 200m. Ekki eru færð lagaleg rök fyrir þessari afstöðu Vegagerðarinnar. Lögð verður áhersla á að fá Vegagerðina til þátttöku í gerð aðkomunnar.
Sveitarstjóri upplýsti jafnframt um að vonir standa til að Vegagerðin greiði kr. 23.3 milljónir vegna „viðhaldsdýpkunar“ fyrir árið 2025 og 17 milljónir króna vegna efnistöku úr námu.
4. Önnur mál
4.1 Innsiglingaljós.
Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar gerði grein fyrir þeirri stöðu að vegna hæðar á frystiklefa þarf að færa innsiglingaljós. Tillaga Forstöðumanns er að fjarlægja innsiglingarmöstur í þorpinu og setja eitt stefnuvirkt innsiglingaljós utan á frystiklefann, suðurhlið.
Bókun um afgreiðslu: Hafnarnefnd samþykkir tillögu Forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45