17. fundur hafnarnefndar
Fundur í hafnarnefnd
17. fundur hafnarnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn mánudaginn 26. Apríl. Fundur var settur kl. 12:00.
Mættir voru: Halldór Rúnar Stefánsson, Árni Bragi Njálsson (í farsímasambandi), Jónas S. Jóhannsson, Jónas Egilsson hafnarstjóri í fjarfundarsambandi og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð. Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð. Svo var ekki.
Fundargerð
1. Tillaga um að gera Þórshafnarhöfn að heiðursheimahöfn varðskipsins Þórs.
Bókun um afgreiðslu: Hafnarnefnd Langaneshafna samþykkir að Þórshöfn verði heiðursheimahöfn varðskipsins Þórs. Jafnframt samþykkir nefndin að fella niður hafnargjöld vegna heimsókna skipsins til Þórshafnar.
Samþykkt samhljóða.
2. Formaður lagði fram erindi og bréf þessa efnis til Langhelgisgæslunnar sem afhent verður skipherra Þórs á meðan á dvöl skipsins stendur hér á Þórshöfn.
Bókun um afgreiðslu: Bréf til forstjóra landhelgisgæslunnar Georgs Lárussonar og skipherra á Þór Páls Geirdal lesið upp.
Efni þess samþykkt samhljóða
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:00.