Fara í efni

5. fundur hafnarnefndar

30.08.2023 12:00

Fundur í hafnarnefnd

5. fundur hafnarnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, miðvikudaginn 30. ágúst 2023. Fundur var settur kl. 12:00.

Mættir voru: Gunnlaugur Steinarsson formaður, Jónas Jóhannsson og Halldór R. Stefánsson. Einnig sátu fundinn Jón Rúnar Jónsson forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar, Þorri Friðriksson hafnarvörður og Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð

1. Fundargerð stjórnar hafnarsambandsins nr. 450 frá 17.02.2023.
Fundargerðin lögð fram

2. Fundargerð stjórnar hafnarsambandsins nr. 451 frá 24.03.2023
Fundargerðin lögð fram

3. Fundargerð stjórnar hafnarsambandsins nr. 452 frá 19.04.2023
Fundargerðin lögð fram

4. Fundargerð stjórnar hafnarsambandsins nr. 453 frá 17.05.2023
Fundargerðin lögð fram

5. Fundargerð stjórnar hafnarsambandsins nr. 454 frá 13.06.2023
Fundargerðin lögð fram

6. Fundargerð stjórnar hafnarsambandsins nr. 455 frá 18.08.2023
Fundargerðin lögð fram

7. Tillaga EFLU að skipulagslýsingu hafnarinnar á Bakkafirði
Hafnarstjóri fór fram á það við skipulagsfulltrúa að gerð yrði tillaga að deiliskipulagi hafnarinnar á Bakkafirði sem byggð yrði á eldri tillögu skipulagsfulltrúa. Skipulagsfulltrúi fól EFLU að vinna verkið þar sem mikil þekking er á skipulagsmálum hafna.

Bókun um afgreiðslu: Hafnarstjórn þakkar fyrir gerð skipulagslýsingar en bendir á eftirfarandi atriði sem taka þarf tillit til í deiliskipulagi sem byggt verður á skipulagslýsingu.

      a) Hafnarhús verði staðsett samkvæmt loftmynd 07.2 og gert ráð fyrir gönguleið á milli húss og sjávar.
      b) Olíudæla verði einnig samkvæmt loftmynd 07.2
      c) Olíutankur verði fluttur og settur niður austan olíudælu við sjóinn samkvæmt rissi.

Samþykkt samhljóða.

8. Önnur mál  
      a) Vakin athygli á því að ekki hefur enn verið gert við skemmdir á hafnargarði sem urðu 2019. Þarf að ítreka við Vegagerðina hvort og þá hvenær                 verði farið í að gera við garðinn.
      b) Lagfæra þarf lýsingu á hafnargörðum.
      c) Gömlu innsiglingarvörður við Jaðar þarf að laga til að þær líti betur út.
      d) Vakin athygli á því að mistök voru gerð við innheimtu á rafmagni við höfnina. Mistökin hafa nú verið leiðrétt. Vanda þarf til verka þegar gefin er             út gjaldskrá sveitarfélagsins.

Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:10

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?