7. fundur hafnarnefndar
Fundur í hafnarnefnd
7. fundur hafnarnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 30. janúar 2024. Fundur var settur kl. 15:00.
Mættir voru: Gunnlaugur Steinarsson formaður (í fjarfundarsambandi), Jónas Jóhannsson, Helga G. Henrýsdóttir, Jóhann Ægir Halldórsson. Auk þeirra sátu fundinn Þorri Friðriksson hafnarvörður, Jón Rúnar Jónsson forstöðumaur Þjónustumiðstöðvar og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Undir 2. lið var Margrét Róbertsdóttir frá EFLU í fjarfundi vegna Bakkafjarðarhafnar og undir 3. lið var Anna Katrín Svavarsdóttir einnig frá EFLU vegna hafnarinnar á Þórshöfn.
Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð – engar athugasemdir.
Fundargerð
1. Fundargerð stjórnar hafnarsambandsins nr. 459 frá 08.12.2023.
Fundargerðin lögð fram
2. Deiliskipulag hafnar á Bakkafirði (Tillaga)
02.0 Deiliskipulag kort
02.1 Deiliskipulag – loftmynd
02.2 Deiliskipulag auglýsing
02.3 Umsögn HNE
02.4 Umsögn Skipulagsstofnunar
02.5 Umsögn Vegagerðar
02.6 Umsögn Minjastofnunar
02.7 Umsögn Umhverfisstofnunar
Lögð fram deiliskipulagstillaga frá EFLU ásamt umsögnum sem bárust eftir auglýsingu á tillögunni.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að ljúka við deiliskipulagið í samvinnu við hönnuð að teknu tilliti til þeirra umsagna sem bárust og umræðu á fundinum. Setja inn olíutank og Hafnarhús. Varðandi athugasemdir Umhverfisstofnunar þá er ekki gert ráð fyrir fyllingu við höfnina og þar af leiðandi ekki ráð fyrir efnistöku.
Samþykkt samhljóða.
3. Hugmyndir EFLU um breytingar á deiliskipulagi hafnarinnar á Þórshöfn
03.0 Vinnuteikningar af hugsanlegur framkvæmdum við höfnina á Þórshöfn
03.1 Punktar frá skipulagsnefnd vegna beiðni Ísfélagsins um breytingar á deiliskipulagi hafnarinnar á Þórshöfn.
Ísfélagið fór fram á það við skipulagsnefnd að gera tillögu að breytingum á skipulagi hafnarinnar á Þórshöfn vegna aukinna umsvifa. Gróf tillaga liggur nú fyrir frá EFLU þar sem m.a. er gert ráð fyrir fyllingu, dýpkun, færslu flotbryggju, breyttri aðkomu og lenging hafnargarðs um 100 m. Vegagerðin hefur rannsakað hvaða áhrif lenging norðurgarðs hefur á innsiglinguna en hún hefur hverfandi áhrif.
Bókun um afgreiðslu: Hafnarnefnd vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum við framkomna tillögu:
a) Hafnarnefndin lítur svo á að það sé í hendi nefndarinnar að koma með tillögu að staðsetningu krana við höfnina.
b) Þar til hafnarkantur verður lengdur verður ekki skjól fyrir smábáta þar sem flotbryggjur eru hugsaðar samkvæmt framkomnum hugmyndum. Nefndin mun leggja fram tillögur um lausn á þessu atriði.
c) Nefndin leggur áherslu á að svör fáist við spurningum um aukin umsvif hafnarinnar og tekjur samhliða gerð kostnaðaráætlunar og framkvæmdaáætlunar.
d) Nefndin mun koma með fleiri athugasemdir og punkta varðandi tillöguna þegar frekari upplýsingar liggja fyrir t.d. varðandi hvernig gengið verður frá kanti fyllingar. Æskilegt er í því efni að trébryggja verði meðfram fyllingunni. Nefndin mun halda fundi eins oft og þurfa þykir til að vinna að þessu verki samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
4. Bréf frá Ísfélaginu varðandi fráveitu (Suez)
Á fjárhagsáætlun þessa árs er áætlað til framkvæmda við Suez um 60 milljónum króna. Í útreikningum frá 2021 var gert ráð fyrir að kostnaður yrði um 50 milljónir. Fara þarf í úthlaup við Suðurgarð og setja dælustöð við Suez til að frárennslið anni því álagi sem er á því í dag.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin beinir því til skipulagsnefndar og sveitarstjórnar hvort og þá hvaða hluti framkvæmda við Suez falli undir 11. gr. reglugerðar um fráveitur sveitarfélaga. Nefndin óskar eftir áliti lögmanns Samorku um hugsanlega kostnaðarskiptingu við verkið.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00