Fara í efni

8. fundur hafnarnefndar

26.03.2024 15:00

Fundur í hafnarnefnd

8. fundur hafnarnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 26. mars 2024. Fundur var settur kl. 15:00.

Mættir voru: Gunnlaugur Steinarsson formaður og Jónas Jóhannsson. Auk þeirra sátu fundinn Þorri Friðriksson hafnarvörður, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð – engar athugasemdir.

Fundargerð

1. Fundargerð stjórnar hafnarsambandsins nr. 459 frá 15.01.2024.
Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð stjórnar hafnarsambandsins nr. 460 frá 16.02.2024
Fundargerðin lögð fram.

3. Tillaga á vinnslustigi að skipulagi hafnarinnar á Þórshöfn ásamt greinargerð  
     03.1 Greinargerð með tillögu.
     03.2 Húsaskráning

Lög fram frumtillaga að deiliskipulagi hafnarinnar ásamt greinargerð og umhverfismatsskýrslu. Tillaga var kynnt á íbúafundi á Þórshöfn þriðjudaginn 19. mars 2024.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að tillagan sem liggur frammi verði unnin áfram til auglýsingar með tilliti til þeirra ábendinga sem komu fram á íbúafundi 19. mars 2024 sem voru:
     a) Timburbryggja í smábátahöfn.
     b) Fjaran, grasbalar og umhverfi fjörunnar raskist sem minnst við dýpkunarframkvæmdir.
     c) Hafnarnefnd bendir á nauðsyn þess að það sé dýpkað í 6. metra innan við austur og vestur bryggju.

Samþykkt samhljóða.

4. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lítilli fyllingu við höfnina á Þórshöfn ásamt fargi á fyllingu samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
Lög fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lítilli fyllingu við Eyrarveg 3 og 12 ásamt lýsingu og teikningu af fyrirhuguðum framkvæmdum.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að veitt verði leyfi fyrir framkvæmdinni eins og kemur fram í umsókn. Nefndin beinir eftirfarandi til framkvæmdaaðila:
     a) Fjaran, grasbalar og umhverfi fjörunnar raskist sem minnst við dýpkunarframkvæmdir. Bráðabirgðvegur verði sem lengst frá fjöruborði.
     b) Tekið verði tillit til aðstöðu fyrir smábáta og annarra sem nota höfnina á meðan á framkvæmdum stendur í samvinnu við hafnarvörð.

Samþykkt samhljóða.

5. Tillaga (uppfærð) að deiliskipulagi hafnarinnar á Bakkafirði og uppfærð greinargerð
EFLA hefur lagt fram uppfært deiliskipulag hafnarinnar á Bakkafirði ásamt greinargerð þar sem tekið er tilliti til þeirra athugasemda sem komu fram á fundi skipulagsnefndar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir tillögu að deiliskipulagi hafnarinnar og leggur til að það verði auglýst.

Samþykkt samhljóða.

6. Önnur mál.
     a) Upptökubraut í höfninni.

Bókun: Nefndin leggur til að Ísfélagið taki þátt í þeim kostnaði sem fellur til vegna færslu upptökubrautarinnar.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:45.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?