9. fundur hafnarnefndar
Fundur í hafnarnefnd
9. fundur hafnarnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, 15. maí 2024. Fundur var settur kl. 17:00.
Mættir voru: Gunnlaugur Steinarsson formaður, Halldór R. Stefánsson og Jónas Jóhannsson. Auk þeirra sátu fundinn Þorri Friðriksson f.h Þjónustumiðstöðvar og hafnarvörður og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð. Björn S. Lárusson sveitarstjóri á fjarfundi.
Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð – engar athugasemdir.
Fundargerð
1. Ársreikningur hafnarsambandsins fyrir árið 2023.
Ársreikningurinn lagður fram.
2. Hugmyndir um trébryggju við grjótgarð í framhaldi af nýrri aðkomu að höfninni.
Þorri Friðriksson forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar gerði grein fyrir byggingu trébryggju við grjótgarð í framhaldi af nýrri aðkomu að höfninni.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin telur að trébryggjan þurfi ekki að vera breiðari en 5. metrar og 90 metrar á lengd. Nefndin felur hafnarstjóra að semja við EFLU um að teikna upp tillögur og í framhaldi gera kostnaðaráætlun.
Samþykkt samhljóða.
3. Önnur mál
3.1) Innsiglingarvörður við Jaðar.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin óskar eftir að það verði gert við steypuskemmdir á innsiglingarvörðum og að verði málaðir gulir.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:36.