Fara í efni

12.fundur hverfisráðs Bakkafjarðar

25.10.2021 17:00

                                                               Fundargerð Hverfisráð Bakkafjarðar
12. fundur í Hverfisráði Bakkafjarðar, haldinn mánudaginn 25. október 2021 kl. 17:00.
Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Skólagötu 5, Bakkafirði.

Mættir eftirtaldir nefndarmenn og varamenn: Gunnlaugur Steinarsson og Rósa Björk
Magnúsdóttir. Forföll tilkynntu: Áki Guðmundsson, Freydís Sjöfn Magnúsdóttir og Hafliði
Jónsson.

Auk þess sátu fundinn: Jónas Egilsson sveitarstjóri, Jón Rúnar Jónsson forstöðumaður
Þjónustumiðstöðvar, Halldóra Gunnarsdóttir verkefnisstjóri Norðurhjara og Gunnar Már
Gunnarsson verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar sem jafnframt ritaði fundargerð.

                                                                                 Dagskrá
1. Verkefnisstjóri Norðurhjara kynnti störf félagsins og kynningarstarf fyrir svæðið, m.a. í
tengslum við ferðakaupstefnu Vestnorden dagana 5.-7. október. Hverfisráð ræddi ýmislegt
er snertir náttúruskoðun, gönguleiðir, og áfangastaði við Bakkafjörð.
Sveitarstjóri og verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar að skrifa Vegagerð varðandi aðkomu að
Stapanum og Draugafossi, skv. ábendingum frá íbúasamtökum og hagsmunaaðilum
ferðaþjónustunnar.

2. Verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar kynnti verkefnið „Heilsueflandi almenningssamgöngur í
Langanesbyggð“ sem hlaut nýverið styrk frá samgönguráðuneytinu til frekari
þarfagreiningar og undirbúnings, en markmiðið er að þróa heilsueflandi
almenningssamgöngur á milli Bakkafjarðar og Þórshafnar.

3. Ný drög að samfélagssáttmála milli íbúa, sve3itarstjórnar og ríkis kynnt, en verkefnisstjóri
Betri Bakkafjarðar tók saman ábendingar frá fulltrúum Byggðastofnunar. Næstu skref rædd.
Hverfisráð samþykkti breytingartillögur og verða þær kynntar fyrir sveitarstjórn.
Sveitarstjóri og verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar að draga saman hvað hefur áunnist í
verkefninu Betri Bakkafjörður og koma með tillögu að næstu skrefum og áherslum til
umræðu á fundum Hverfisráðs Bakkafjarðar.

4. Farið var yfir verkefnislista Hverfisráðs. Hafnarsvæðið rætt; öryggismál, frágangur og
umgengni.
Forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar að undirbúa skipulagða hreinsun á hafnarsvæðinu.
Hverfisráð ræddi strandveiðiafla ársins, löndun á Bakkafirði og þróun síðustu ára í þeim
efnum.
Verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar beðinn um að taka saman löndunartölur síðustu ára
fyrir höfnina á Bakkafirði.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:55

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?