Fara í efni

14.fundur hverfisráðs Bakkafjarðar

09.03.2022 16:15

                                                                                          
                                                                                        Fundargerð Hverfisráð Bakkafjarðar

14. fundur í Hverfisráði Bakkafjarðar, haldinn miðvikudaginn 9. mars 2022 kl. 16:15. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Skólagötu 5, Bakkafirði.
Mættir eftirtaldir nefndarmenn og varamenn: Áki Guðmundsson, Gunnlaugur Steinarsson, Rósa Björk Magnúsdóttir. Forföll tilkynntu: Freydís Sjöfn Magnúsdóttir og Hafliði Jónsson.
Auk þess sátu fundinn: Jónas Egilsson sveitarstjóri og Gunnar Már Gunnarsson verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar sem jafnframt ritaði fundargerð.

                                                                                                               Dagskrá
1. Skipulagsmál.
Hverfisráð leggur til við sveitarstjórn að hafin verði gerð deiliskipulags fyrir Bakkafjörð og nýja hafnarsvæðið. Þar komi m.a. fram lausar lóðir á svæðinu.
Þegar hefur verið unnið deiliskipulag af gamla hafnarsvæðinu.

2. Skógræktarmál.
Hverfisráð leggur til við sveitarstjórn að unnin verði skógræktaráætlun fyrir Bakkafjörð.
Skógræktarfélagið Lurkur stóð fyrir átaki um gróðursetningu trjáa en huga þarf vel bæði að staðsetningu og hvers lags yrki er gróðursett. Skógræktarátak gæti orðið mikilvægur liður í kolefnisjöfnun Bakkafjarðar, um leið og framtíðarkynslóðum er búið betra umhverfi.

3. Opinber heimsókn forseta Íslands.
Sveitarstjóri kynnti fyrirhugaða heimsókn forseta Íslands til Langanesbyggðar. Hverfisráð Bakkafjarðar ræddi dagskrá heimsóknar og móttöku.

4. Hafnarmál.
Sveitarstjóri kynnti fyrirhugað umhverfisátak Langanesbyggðar á nýja hafnarsvæðinu, sem og vinnu við bætt skipulag og aðstöðu. Hverfisráð ræddi mögulegar úrbætur, s.s. staðsetningu á olíudælu, skilveggi fyrir gámasvæði, og endurnýjun á dekkjum við bryggju.

5. Sameiningarmál.
Sveitarstjóri fór stuttlega yfir gang og stöðu sameiningarmála.

6. Frumkvæðissjóður Betri Bakkafjarðar.
Verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar kynnti stuttlega þau verkefni sem hlutu styrki úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar.

7. Önnur mál.
1) Hverfisráð ræddi ýmis þörf vorverk og mun koma tillögum sínum til áhaldahúss Langanesbyggðar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?