Fara í efni

15.fundur hverfisráðs Bakkafjarðar

30.06.2022 16:30

Fundargerð hverfisráðs Bakkafjarðar

15. fundur í Hverfisráði Bakkafjarðar, haldinn fimmtudaginn 30. júní 2022 kl. 16:30. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Skólagötu 5, Bakkafirði.

Mættir eftirtaldir nefndarmenn og varamenn: Gunnlaugur Steinarsson (formaður), Árni Bragi Njálsson, Rósa Björk Magnúsdóttir. Forföll tilkynntu: Freydís Sjöfn Magnúsdóttir og Hafliði Jónsson.
Auk þess sátu fundinn: Valdimar Halldórsson verkefnisstjóri/sveitarstjóri og Gunnar Már Gunnarsson sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá

Formaður hverfisráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Á 2. fundi sveitarstjórnar var skipað nýtt Hverfisráð Bakkafjarðar, það eru: Gunnlaugur Steinarsson (formaður), Freydís Sjöfn Magnúsdóttir, Árni Bragi Njálsson, og til vara Rósa Björk Magnúsdóttir og Hafliði Jónsson.
1. Kynning á störfum Hverfisráðs Bakkafjarðar.
Formaður fór stuttlega yfir fyrri störf Hverfisráðs Bakkafjarðar. Umræður sköpuðust um hvernig störf ráðsins hefðu gengið frá því að það var stofnað og hvernig bæta mætti eftirfylgni með þeim málum sem sem ráðið fjallar um.
2. Verkefnalisti Hverfisráðs Bakkafjarðar.
Farið yfir verkefnalista Hverfisráðs.
3. Dagskrá íbúafundar í tengslum við verkefni Betri Bakkafjörður.
Dagsetning fyrir íbúafund kynnt og Hverfisráð beðið um að koma ábendingum varðandi dagskrá fundarins á framfæri við verkefnisstjóra Betri Bakkafjarðar.
4. Kynning á varmadæluverkefni.
Verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar kynnti stuttlega tilraunaverkefni um orkusparnað á Bakkafirði. Samstarfsaðilar að verkefninu eru Langanesbyggð, Orkusjóður og SSNE.
5. Önnur mál.
a. Vöxtur lúpínu ræddur og hvort þörf sé á aðgerðum gegn frekari útbreiðslu, s.s. með lúpínuslætti.
b. Strandveiðar ræddar og mikilvægi þess að jafnræðis sé gætt milli landshluta.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?