Fara í efni

18. fundur hverfisráðs Bakkafjarðar

30.08.2023 16:30

Fundargerð Hverfisráð Bakkafjarðar

18. fundur í Hverfisráði Bakkafjarðar, haldinn miðvikudaginn 30. ágúst 2023 kl. 16:30. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Skólagötu 5, Bakkafirði.
Mættir eftirtaldir nefndarmenn og varamenn: Gunnlaugur Steinarsson, Rósa Björk Magnúsdóttir, Freydís Sjöfn Magnúsdóttir og Árni Bragi Njálsson. Forföll tilkynntu: Hafliði Jónsson.
Auk þess sat fundinn: Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Gunnar Már Gunnarsson verkefnisstjóri
Gestur: Jón Rúnar Jónsson, þjónustumiðstöð Langanesbyggðar.

Dagskrá

1. Staða framkvæmda á Bakkafirði, Þjónustumiðstöð. Boðaður á fund Jón Rúnar Jónsson og farið yfir ýmis verkefni sveitarfélagsins, þau sem eru á fjárhagsáætlun fyrir árið 2023. Sum verkefni í góðum farvegi, eða lokið. Önnur hafa ekki komið til framkvæmda.
Tillaga: Til að greiða fyrir ýmsum verklegum framkvæmdum á Bakkafirði leggur Hverfisráð það til að ráðinn sé starfsmaður á vegum sveitarfélagsins sem er búsettur á svæðinu og hefur fasta viðveru á Bakkafirði.

2. Íbúafundur Betri Bakkafjarðar. Hverfisráð ræddi fyrirhugaðan íbúafund í tengslum við verkefnið Betri Bakkafjörður og kom ábendingum áleiðis til verkefnisstjóra varðandi dagskrárliði.

3. Heimsókn til Borgarfjarðar eystri. Formaður Hverfisráðs og verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar sögðu frá heimsókn sinni til Borgarfjarðar eystri og lögðu fram minnisblað um þá heimsókn. Tilgangur ferðarinnar m.a. að kynna sér fyrirkomulag heimastjórna Múlaþings. Þeir voru beðnir um að taka saman tillögur, er nýst gætu Langanesbyggð við frekari þróun hverfisráða, og kynna á næsta fundi Hverfisráðs Bakkafjarðar.

4. Hafnartanginn. Verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar kynnti tillögur að næstu skrefum við uppbyggingu Hafnartangans á Bakkafirði. Um er að ræða hugmyndavinnu sem landslagsarkitekt vann í samvinnu við íbúa. Hverfisráðs ræddi tillögurnar.

5. Önnur mál.

(1) Umræða um ýmis umhverfismál, einkum í tengslum við lóðir sveitarfélagsins, s.s. við skólann og tjaldsvæði. (2) Einnig rætt um hvort setja megi upp fleiri upplýsingaskilti fyrir Bakkafjörð og nærsvæði. Verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar beðinn um að vinna að tillögum, í samvinnu við íbúa og skrifstofu Langanesbyggðar, og kynna á fundi Hverfisráðs um leið og þær liggja fyrir.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:25

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?