Fara í efni

19. fundur hverfisráð Bakkafjarðar

12.12.2023 16:30

Fundargerð Hverfisráð Bakkafjarðar

  1. fundur í Hverfisráði Bakkafjarðar, haldinn miðvikudaginn 12. desember 2023 kl. 16:30. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Skólagötu 5, Bakkafirði.

Mættir eftirtaldir nefndarmenn og varamenn: Gunnlaugur Steinarsson, Rósa Björk Magnúsdóttir, Freydís Sjöfn Magnúsdóttir. Forföll tilkynntu: Árni Bragi Njálsson og Hafliði Jónsson.

Auk þess sat fundinn: Gunnar Már Gunnarsson verkefnisstjóri og Björn S. Lárusson sveitarstjóri.

Dagskrá

 

  1. Drög að þjónustustefnu Langanesbyggðar. Sveitarstjóri kynnti drög að þjónustustefnu Langanesbyggðar
  2. Önnur mál.
  • Umræður um viðræður sveitarfélagsins um leigu á Skeggjastöðum.
  • Umræður um það bókasafn fylgdi grunnskólanum á Bakkafirði og hvort ekki væri rétt að finna ákjósanlega varðveislu fyrir eldri og fágætari bækur í því safni. Sveitarstjóri beðinn um að hafa samband við Héraðsskjalasafn Austfirðinga og kanna áhuga þar. Hverfisráð mun fara betur yfir bókakostinn á nýju ári og meta hvaða bækur sé rétt að varðveita.
  • Umræður um frárennslismál. Hverfisráð áréttar að þörf sé á að hreinsa lagnir á hverju ári líkt og gert var áður fyrr.
  • Umræður um aðstöðu fyrir íbúa til að koma saman og halda árlega skötuveislu. Sveitarstjóra falið að skoða þau mál að beiðni hverfisráðs.
  • Umræður um ýmsan þann búnað sem keyptur hefur verið í gegnum tíðina í gegnum fjáröflun Þorrablótsnefndar Bakkfirðinga. Komið er að endurnýjun og þá er einnig mikilvægt að gengið sé þannig frá honum að íbúar geti nýtt hann fyrir stærri samkomur. Hverfisráð mun koma saman á nýju ári til að fara yfir þennan búnað og gera, í samstarfi við sveitarfélagið, umbætur á geymslu og aðgengi.
  • Umræður um leiksvæði fyrir börn, bæði aðbúnað og staðsetningu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?