21. fundur hverfisráðs Bakkafjarðar
Fundargerð Hverfisráðs Bakkafjarðar
21. fundur í Hverfisráði Bakkafjarðar, haldinn miðvikudaginn 29. Janúar 2025 kl. 16.00. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Skólagötu 5, Bakkafirði. Mættir eftirtaldir nefndarmenn og varamenn: Gunnlaugur Steinarsson (í fjarfundi), Rósa Björk Magnúsdóttir, Freydís Sjöfn Magnúsdóttir og Árni Bragi Njálsson. Auk þess sat fundinn: Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Fundargerð
1. Umsóknir um starf samfélagsfulltrúa á Bakkafirði
Alls bárust 8 umsóknir um starf samfélagsfulltrúa.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að ræða við 4 umsækjendur og gera tillögu til hverfisráðs um ráðningu. Niðurstaðan og tillaga um ráðningu verður lögð fyrir byggðaráð.
Samþykkt samhljóða. Gunnlaugur Steinarsson formaður lýsir sig vanhæfan til að fjalla um málið vegna skyldleika við einn umsækjanda.
Samþykkt samhljóða.
2. Uppsögn samnings við North East Travel
Uppsögn á samningi Langanesbyggðar við North East Travel samkvæmt 15. gr. samningsins. Samkvæmt greininni er uppsagnarákvæði fyrir 1. júní 2025 og tekur uppsögnin gildi 1. nóvember 2025.
Bókun um afgreiðslu: Hverfisráð Bakkafjarðar tekur undir tillögu byggðaráðs um að segja upp samningnum og hvetur sveitarstjórn til að samþykkja tillögu byggðaráðs.
Samþykkt samhljóða.
3. Önnur mál
Rætt um skipan hverfisráðs, aðal- og varafulltrúar.
Samkvæmt nefndaskrá sveitarfélagsins er ráðið skipað eftirtöldum:
Aðalfulltrúar: Gunnlaugur Steinarsson, formaður, Freydís Sjöfn Magnúsdóttir og Árni Bragi Njálsson. Varafulltrúar: Rósa Björk Magnúsdóttir og Hafliði Jónsson. Ekki verður séð af eldri fundargerðum að neinn hafi sagt sig úr ráðinu sem aðal- eða varafulltrúi.
Skipa þarf 1 varafulltrúa í ráðið.
Fundargerð samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:10.