Fara í efni

8. fundur hverfisráðs Bakkafjarðar

03.02.2021 16:30

Fundargerð Hverfisráð Bakkafjarðar

8. fundur í Hverfisráði Bakkafjarðar, haldinn miðvikudaginn 3. febrúar 2021 kl. 16:30. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Skólagötu 5, Bakkafirði.

Mætt voru: Gunnlaugur Steinarsson formaður, Áki Guðmundsson í fjarfundi og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð. Freydís Magnúsdóttir tilkynnti forföll.

Dagskrá

1. Nýr starfsmaður við Bakkafjarðarhöfn og við Þjónustumiðstöð á Bakkafirði er Þorbergur Ægir Sigurðsson. Hann hóf störf í byrjun desember sl.

2. Framkvæmdir við Bakkafjarðarhöfn hefjast síðar en upphaflega stóð til, nú um miðjan febrúar, en verklok eru áætluð á sama tíma og ráð var fyrir gert, eða um miðjan maí nk.

3. Nýr rekstraraðili tekur við gistiheimilinu og búðinni í næsta mánuði. Tvær umsóknir bárust og standa viðræður yfir.

4. Deiliskipulagstillaga fyrir Hafnartangann hefur verið staðfest og verður birt bráðlega á heimasíðum sveitarfélagsins og Skipulagsstofnunar.

5. Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir og Jón Marinósson hafa skilað lóð við Hafnartanga og dregið til baka umsókn um styrki til endurreisnar braggans, en nýsamþykkt deiliskipulag Hafnartangans gerir ekki ráð fyrir slíku á skipulagsvæðinu.

6. Verkefnastjórn Betri Bakkafjarðar kemur saman til fundar nk. þriðjudag. Auglýst verður eftir nýjum umsóknum um styrki.

7. Samfélagssáttmáli. Ný drög lögð fram. Umræðu verður framhaldið á næsta fundi eftir tvær vikur.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:10.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?