5. fundur landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar
Fundargerð
Landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar 5. fundar, miðvikudaginn 21.02.2021 kl. 16:00 á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2.
Mættir: Eggert Stefánsson, formaður, Jóhannes Ingi Árnason, Hafliði Jónsson, Ágúst Marinó Ágústsson, Soffía Björgvinsdóttir og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Einnig sat fundinn Árni Gunnarsson fjallskilastjóri.
Dagskrá
1. Uppgjör á fjallskilum 2023 samkvæmt meðfylgjandi drögum
2. Bréf frá Reimari á Felli vegna girðingar frá Finnafjarðará
3. Umsókn í fjallvegasjóð (Styrkvegasjóð) – umræður
4. Regluverk um búfjárbeit – sjónarmið matvælaráðuneytisins.
5. Önnur mál
Fundargerð
1. Uppgjör á fjallskilum 2023 samkvæmt meðfylgjandi drögum
Formaður lagði fram drög að uppgjöri fyrir fjallskil árið 2023.
Bókun um afgreiðslu: Minniháttar breytingar gerðar á uppgjöri. Greiðsluseðill verður sendur með uppgjörsblaði.
Samþykkt samhljóða
2. Bréf frá Reimari á Felli vegna girðingar frá Finnafjarðará
Langt fram tilboð frá Reimari Sigurjónssyni um að Langanesbyggð og/eða Vegagerðin kaupi af sér 1,3 km girðingu.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur jákvætt í erindið og beinir því til sveitarstjórnar að girðingin verði keypt með því skilyrði að leyfi landeigenda fyrir henni verði tryggt.
Samþykkt samhljóða
3. Umsókn í fjallvegasjóð (Styrkvegasjóð) – umræður
Sveitarstjóri gerði grein fyrir umsóknarferli. Styrkveitingin verður auglýst bráðlega. Nefndin óskar eftir því að sótt verði um styrk þegar auglýst verður.
4. Regluverk um búfjárbeit – sjónarmið matvælaráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.
5. Önnur mál
a) Soffía vekur athygli á því að búið er að segja upp samningi um réttaraðstöðuna í Garði. Óskað er eftir viðræðum um framtíðarlausn.
b) Skorað er á Vegagerðina að standa betur að viðhaldi og viðgerðum á girðingum yfir Hólaheiði og Hófaskarði til að koma í veg fyrir að fé sé á þjóðveginum.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 17:10