6 fundur landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar
Fundur í landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd
6. fundur í landbúnaðar og dreifbýlisnefnd. Haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 miðvikudaginn 10 apríl kl. 16:00.
Mættir eru: Eggert Stefánsson, Jóhannes Ingi Árnason, Hafliði Jónsson, Ágúst Marinó Ágústsson, Soffía Björgvinsdóttir og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð – svo var ekki og fundur settur.
FUNDARGERÐ
1. Drög að samningi við Vegagerðina um girðingu á Brekknaheiði.
1.1. Kort frá Vegagerðinni af staðsetningu girðingar
1.2.Bréf til oddvita vegna girðingar á Brekknaheiði frá Brekknabændum.
Vegagerðin hefur sent drög að samningi um lagningu á girðingu yfir Brekknaheiði ásamt korti af hugsanlegri staðsetningu. Ennfremur hefur oddvita minni og meirihluta ásamt sveitarstjóra borist bréf frá bændum á Syðri Brekkum vegna málsins.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin hafnar alfarið þeim samningsdrögum sem Vegagerðin hefur lagt fram, þ.e. að girða eingöngu annarsvegar (sunnan verðu) við nýjan veg yfir Brekknaheiði. Slíkt myndi skapa óásættanlega slysahættu fyrir búfé sem yrði norðan þeirrar girðingar. Nefndin er sammála um að mjög óljóst sé hver sé ábyrgur fyrir því tjóni og eða slysum sem verða á veginum vegna búfjár, ef búið verður að leggja bann við lausagöngu búfjár á fyrirhuguðum vegi. Það er skýlaus krafa nefndarinnar að vandað verði til verksins eins og kostur er, þ.e. girt verði beggja megin vegarins með girðinganeti og gaddavír og tvenn undirgöng verði á veginum og staðsetning þeirra verð unnin í samráði við fjáreigendur á svæðinu.
Samþykkt samhljóða.
2. Bréf frá Vegagerðinni um skerðingar á Þórshafnarlandi.
Bréfið lagt fram.
Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða
Fundi slitið kl. 16:45