7. fundur landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar
Fundur í landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd
7. fundur landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar Langanesbyggðar, haldinn á Grásteini Holti, miðvikudaginn 21. ágúst 2024. Fundur var settur kl. 19:30.
Mætt voru: Soffía Björgvinsdóttir, Ágúst Marinó Ágústsson, Hafliði Jónsson, Jóhannes Ingi Árnason og Eggert Stefánsson sem ritaði fundargerð.
Auk þess var á fundinum fjallskilastjóri Árni Gunnarsson
Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og því næst gengið til dagskrár.
Dagskrá
1. Niðurjöfnun gangna 2024.
2. Önnur mál
Fundargerð
1. Réttardagsetningar í Langanesbyggð 2024
Þistilfjarðardeild:
Hófaskarðsrétt 9.9
Garðsrétt 8.9
Fjallalækjarselsrétt 8.9
Álandstungurétt 15.9
Dalsrétt 14.9
Hvammsrétt 13.9
Gunnarsstaðarétt 14.9
Langanesdeild vestari:
Hallgilsstaðarétt 9.9
Tunguselsrétt 9.9
Ósrétt 20.9
Langanesdeild austari:
Miðfjarðarnesrétt 4.9
Miðfjarðarrétt 18.9
Þorvaldsstaðarétt 21.9
Skeggjastaðarétt 22.9
Bakkarétt 20.9
2. Niðurjöfnun gagna
Gengið frá gangnaseðli Langanesbyggðar fyrir allar deildir. Fjallskilastjóra falið að klára uppsetningu á gagnaseðli og senda á fundarmenn til undirritunar.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 23:20