8. fundur landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar
Fundur í landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd
8. fundur í landbúnaðar og dreifbýlisnefnd. Haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, miðvikudaginn 22. janúar 2025 kl. 16:00.
Mættir eru: Eggert Stefánsson, Jóhannes Ingi Árnason, Hafliði Jónsson, Árni Gunnarson, Soffía Björgvinsdóttir og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.
Á fundinn mætti umhverfisfulltrúi vegna mála nr. 2 og 7
1. Vinnugagn – gangaseðill 2024 uppgjör.
Lagt fram vinnuskjal til umræðu um göngur 2025.
Bókun um afgreiðslu: Ákveðið að fjallskilagjald í Þistilfjarðardeild verði kr. 610 per kind. Niðurstaða deildarinnar verður því tap uppá 6.480- kr. Aðrar deildir fjallskilafélagsins eru ekki gerðar upp í krónum. Nefndin fer fram á að sveitarfélagið greiði leigu vegna aðalskilarétta í Þistilfjarðardeild sem nemur kr. 232.155.- á ári til að jafna stöðu bænda í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.
2. Tölvupóstsamskipti og bréf frá MAST og Umhverfisstofnun ásamt skýrslu um Heiðarfjall – áhættumat.
Sveitarstjóri og umhverfisfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi Heiðarfjall og samskipti við Umhverfisstofnun og Matvælastofnun ásamt þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið. Nefndin verður upplýst um framgang mála.
3. Bréf frá ábúendum utan Þórshafnar vegna vegamála.
Árið 2022 sendu ábúendur á Langanesi bréf til oddvita og sveitarstjórnar Langanesbyggðar vegna ástands vega út á Langanes og ágangs sjávar. Sveitarstjóri var falið að ræða við Vegagerðina og gerði grein fyrir þeim viðræðum á sínum tíma. Vegagerðin taldi á þeim tíma hagkvæmast að færa veginn til suðurs en ábúendur voru ekki tilbúnir til að fallast á þá lausn, sérstaklega í ljósi þess að engar fjárveitingar voru til lagfæringar, hvorki á sjóvarnargarði eða færslu vegarins. Frá þeim tíma hefur verið beðið eftir fjármálaáætlun og reynt að koma inn á áætlunina lausn vegna málsins í samvinnu við ábúendur.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin hvetur sveitarstjórn til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið um að finna lausn á þeim vanda sem er á veginum norður Langanes frá Þórshöfn í samvinnu viðeigandi stofnana og landeigendur á svæðinu.
Samþykkt samhljóða.
4. Bréf með ályktun um vörsluskyldu búfjár frá Skógræktarfélagi Íslands.
Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands með ályktun aðalfundar þar sem ríki og sveitarfélög eru hvött til að fylgja eftir vörsluskyldu búfjár.
Bréfið lagt fram til kynningar.
5. Bréf vegna girðinga meðfram vegum
Tillaga að bréfi nefndarinnar og fjallskilastjóra til Vegagerðarinnar vegna ástands veggirðinga yfir Hólaheiði og um Hófaskarð austur að Svalbarðsá.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að hafa samband við Vegagerðina vegna málsins.
Samþykkt samhljóða.
6. Bréf vegna fjallskila í Sveinungsvík I og II og Kollavík.
Bréf ábúenda í Kollavík og Sveinungsvík vegna fjallskila og álagningar þeirra á jarðirnar Sveinungsvík I og II ásamt Kollavík.
Lagt fram til kynningar en byggðaráð hefur fjallað um málið og samþykkt.
7. Minnisblað umhverfisfulltrúa um vargeyðingu.
Umhverfisfulltrúi kom á fundinn og gerði grein fyrir vargeyðingu árið 2024.
Tölfræðigögn lögð fram til kynningar.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin er sammála um að auglýsa eftir veiðimönnum til refaveiða og að umsóknir verði lagðar fyrir nefndina ásamt mati umhverfisfulltrúa og meðmælum.
Samþykkt samhljóða.
8. Önnur mál
a) Fyrirspurn um girðingu á Brekknaheiði. Sveitarstjóri svaraði að Vegagerðin hafi ekki verið reiðubúin að girða nema öðru megin og þá með banni við lausagöngu búfjár. Girðing öðrum megin vegar gerir ekkert gagn að mati bænda.
Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða
Fundi slitið kl. 17:50