1. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
1. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 22. janúar 2019. Fundur var settur kl. 16:00.
Mætt voru: Jósteinn Hermundsson, Kristján Úlfarsson, Hallsteinn Stefánsson, Aðalbjörn Arnarson, Karl Ásberg Steinsson. Auk þess sat Jónas Egilsson fundinn og ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og bauð nýja fundarmenn velkomna til starfa.
Fundargerð
1. Verkefni og hlutverk nýrrar nefndar
Lagt var fram: Drög að erindisbréfi nýrrar nefndar, samþykktir sveitarfélagsins.
Formaður lagði til að varaformaður yrði: Hallsteinn Stefánsson.
Samþykkt samhljóða.
Drög að erindisbréfi lögð fram.
2. Fundartímar nýrrar nefndar
Samkvæmt samþykkri fundaáætlun sveitarstjórnar, eru nefndafundir ákveðnir mánaðarlega. Ákveðið að hafa fundi nefndarinnar á fimmtudögum kl. 15. Næsti fundur er því ákveðinn fimmtudaginn 21. febr. nk. kl. 15:00.
3. Lóðablað fyrir Hafnartanga á Bakkafirði
Lagt fram að nýju lóðablað fyrir Hafnartanga á Bakkafirði, dags. 11. desember 2018.
Samþykkt um afgreiðslu: Framlögð teikning samþykkt samhljóða.
4. Umsókn um bílastæði fyrir Austurveg 4 Þórshöfn
Lögð fram umsókn frá eigendum Austurvegs 4, um einkabílastæði fyrir framan hús þeirra. Einnig lagt fram minnisblað frá byggingarfulltrúa og skipulagsráðgjafa um málið, dags. 17. janúar 2019. Einnig lagður fram óstaðfestur uppdráttur að breytingum á lóðamörkum Austurvegar 2 og 4.
Samþykkt um afgreiðslu: Málinu vísað til vinnu við gerð deiliskipulags sem er í vinnslu.
Samþykkt samhljóða.
5. Önnur mál
5.1. Tímabundnar hraðatakmarkanir við Hálsveg vegna aðkomu leikskóla.
Samþykkt um bókun: Nefndin samþykkir að mæla með að sótt verði um tímabundna lækkun hámarkshraða í 30 km/klst. á meðan aðkoma að leikskóla er við Hálsveg.
Samþykkt samhljóða.
5.2. Hafnartangi 2b Bakkafirði. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn veittur verði lokafrestur til að fokverja húsið fyrir 1. febrúar nk. Að öðrum kosti er lagt til að húsið verði rifið og að samþykkt um sölu þess verði rift í ljósi þess að kaupendur hafa ekki staðið við skilyrði um að fokverja húsið sem átti að vera lokið fyrir septemberlok 2018.
5.3. Fráveitumál. Samþykkt að taka málið fyrir á næsta fundi og að leggja fram fyrirliggjandi gögn um kostnað og annað.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:55.