11. fundur skipulags- og umhverfsnefndar
Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd
11. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 7. mars 2023. Fundur var settur kl. 14:00
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Ina Leverköhne, Þorri Friðriksson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá 10 líð sem er breyting á aðal- og deiliskipulagi vegna veiðihúss við Tungusel og 11. lið sem eru drög að bréfi til landeigenda á Langanesi vegna hugsanlegrar friðunar utan Heiðarfjalls.
Samþykkt samhljóða.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og spurði var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.
Fundargerð
1. Fundargerð 227 fundar heilbrigðisnefndar NE 14.12.2022
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundargerð 228 fundar HNE 15.02.2023
Fundargerðin lögð fram
3. Breyting á aðalskipulagi Langanesbyggðar. Skipulags og matslýsing vegna stækkunar á hafnarsvæði frá EFLU 14.02.2023
Efla hefur lagt fram fh. Ísfélagsins skipulags- og matslýsingu vegna hugsanlegrar breytingar á aðalskipulagi vegna stækkunar á hafnarsvæði Þórshafnar og heildarendurskoðun á deiliskipulagi hafnarsvæðis Þórshafnar.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin vísar málinu til umsagnar í hafnarnefnd. Nefndin leggur áherslu á að lokið verði við gerð skipulagsmarka hafnarsvæðis samkvæmt fyrri hugmyndum auk þess sem skipulagsmörk nyrðri hafnargarðs verði færð út sem nemur hugsanlegri lengingu garðsins og báðir hafnargarðar innan skipulagsmarka.
Samþykkt samhljóða
4. Drög að deiliskipulagi Suðurbæjar, skipulagsuppdráttur og greinargerð 31.01.2023 Skógræktartillaga frá 129. fundi sveitarstjórnar 19.08.2021 og kort af skógarreitum/skjólbeltum.
Skipulagsfulltrúi hefur sent endurskoðuð drög að tillögu að deiliskipulagi Suðurbæjar (skipulagsuppdrátt og greinargerð) þar sem tekið er tillit til skjólbelta og skógarreita samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar á 129. fundi 19.08.2021. Í tillögunni er gert ráð fyrir 24 nýjum einbýlishúsalóðum og 6 lóðum undir raðhús með alls 24 íbúðum.
Bókun um afgreiðslu: Skipulags og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna tillöguna áfram.
Samþykkt samhljóða.
5. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023 – 2036 ásamt drögum að auglýsingu.
SSNE hefur sent inn tillögu um „Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023 – 2036“ til kynningar. Tillagan var unnin af Stefáni Gíslasyni framkvæmdastjóra „Environice“. Um Svalbarðshrepp og Langanesbyggð er fjallað í kafla 7.19 og 7.20 í tillögunni.
Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í tillögur svæðisáætlunar. Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillöguna eins og hún liggur fyrir en minnir á að unnið er að endurbótum á úrgangsmálum í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða
6. Vatnasvæðisnefnd, greinargerð ásamt tilnefningu fulltrúa í nefndina.
Óskað hefur verið eftir tilnefningu í „Vatnasvæðanefnd“ samkvæmt lögum 36/2011.
Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd tilnefnir Hildi Stefánsdóttur sem aðalfulltrúa og Þorra Friðriksson sem varamann.
Samþykkt samhljóða.
7. Nýir staðgreinar á lóðum á athafnasvæði.
Útbúinn hefur verið staðgreinir fyrir lóðir við Langholt og Háholt sem er grundvöllur fyrir skráningu lóða hjá HMS.
Lagt fram
8. Lóðaleigusamningur ásamt lóðarblaði um Hafnargötu 6 á Bakkafirði við Rarik lagður fram.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra heimilað að undirrita samninginn.
Samþykkt samhljóða
9. Lögð fram fyrir spurn um lóðirnar Langanesveg 17 og 19 frá Romi Schmitz
Romi Schmitz hefur sent inn fyrirspurn um lóðirnar að Langanesvegi 17 eða 19 fyrir veitingahús og bakarí ásamt lítilli íbúð.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að koma með tillögu í samráði við fyrirspyrjanda.
Samþykkt samhljóða.
10. Nýtt deiliskipulag fyrir veiðihús í landi Tungusels ásamt breytingu á aðalskipulagi 2007 – 2027 frá ARKIS – mars 2023
Skipulagslýsing. Breyting á aðalskipulagi Langanesbyggðar,. Nýtt veiðihús í landi Tungusels, aðalskipulag, lýsing, deiliskipulag lýsing.
Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar umsækjanda að gera tillögu að deiliskipulagi í samræmi við innsenda skipulagslýsingu og felur skipulagsráðgjafa að gera samhljóða tillögu að aðalskipulagsbreytingu. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði samþykkt og kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 30. og 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
11. Bréf til landeigenda á Langanesi utan Heiðarfjalls
Kynnt drög að bréfi til landeigenda utan Heiðarfjalls vegna hugsanlegrar friðlýsingar.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að umorða bréfið í samráði við höfund þess og í samræmi við umræður á fundinum. .
12. Önnur mál
a) Undirbúningur að gerð aðalskipulags.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 16:11