Fara í efni

12. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

09.12.2019 16:00

12. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn mánudaginn 9. desember 2019. Fundur var settur kl. 16:00.

Mætt voru: Jósteinn Hermundsson, Kristján Úlfarsson, Karl Ásberg Steinsson, Aðalbjörn Arnarsson og Elías Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð og viðbótarlið við dagskrá. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

 

Fundargerð

1.         Umsókn um lóð við Steinholt

Lögð fram umsókn frá Arnmundi Marinóssyni, dags. 3. desember 2019, um lóð fyrir allt að 300m2 iðnaðarhúsnæði að Steinholti 8 á Bakkafirði.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin er jákvæð fyrir erindinu og óskar eftir nánari útfærslu svo sem tillögu að afmörkun lóðar og byggingarreits.

Samþykkt samhljóða.

2.         Hafnarsvæði Þórshöfn, deiliskipulag

Gildandi deiliskipulag hafnarsvæðisins á Þórshöfn lagt fram. Einnig lagðar fram bókanir byggðaráðs dags. 5. desember sl., og hafnarnefndar 3. s.m. um sama mál.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að gildandi deiliskipulag verði endurskoðað.

Samþykkt samhljóða

3.         Eyrarvegur 12-16 – Ósk um breytt lóðamörk

Fram er lögð ósk Ísfélagsins um breytt lóðarmörk ásamt uppdráttum af fyrirhugaðri stækkun húss og núverandi lóðamörkum.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leiti breytingu á lóðarmörkum og felur sveitarstjóra að hefja vinnu við deiliskipulagsbreytingu í samræmi við tölvupóst skipulagsráðgjafa.

Samþykkt samhljóða.

4.         Eyrarvegur 12- 16 – Byggingarleyfisumsókn

Lögð fram að nýju byggingarleyfisumsókn Ísfélagsins vegna stækkunar húsnæðis að Eyrarvegi 12-16. Erindið var lagt fyrir hafnarnefnd þann 3. desember sl. og hefur hún samþykkti umsóknina fyrir sitt leyti með fyrirvara um breytt lóðamörk.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða byggingaleyfisumsókn og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingaleyfi þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

5.         Önnur mál

Engin.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?