13. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
13. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 21. janúar 2020. Fundur var settur kl. 16:00.
Mætt voru: Jósteinn Hermundsson, Hallsteinn Stefánsson, Vikar Már Vífilsson, Karl Ásberg Steinsson, Aðalbjörn Arnarsson og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð og viðbótarlið við dagskrá. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.
Fundargerð
1. Frá byggðaráði
a) Hnitsett landamerki
Erindi frá dreifbýlisráði, vísað til nefndarinnar frá byggðaráði. Hvatning frá dreifbýlisráði um að kortleggja og hnitsetja landamerki innan sveitarfélagsins:
Bókun um afgreiðslu: Nefndin felur sveitarstjóra að gera kostnaðar- og framkvæmdaáætlun fyrir verkið og leggja fyrir byggðaráð.
Samþykkt samhljóða.
b) Vegaframkvæmdir á Langanesströnd og heiðarvegir og styrkvegasjóður
Erindi frá dreifbýlisráði, vísað til nefndarinnar frá byggðaráði. Hvatning frá dreifbýlisráði um að gerð verði áætlun fram í tímann um uppbyggingu vega utan hefðbundins vegakerfis og ráðstöfun styrkvegafjár.
Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð að skipaður verði starfshópur sem geri tillögur um forgangsröðun á ráðtöfum styrkvegafjár næstu fjögur til fimm árin.
Samþykkt samhljóða.
c) Eignir sveitarfélagsins í sveitarhluta
Erindi frá dreifbýlisráði, vísað til nefndarinnar frá byggðaráði. Hvatning frá dreifbýlisráði um fjallaskálar sveitarfélagsins.
Bókun um afgreiðslu: Lagt er til að kvaðir og skyldur sem hvíla á sveitarfélaginu vegna fjallskila og mat á kostnaði við endurnýjun núverandi fjallskilakofum verði lagt næsta fund. Einnig lagt til að framkvæmd þessara mála hjá nágrannasveitarfélögunum verði skoðuð.
Samþykkt samhljóða.
2. Umsókn um svæði til skógræktar á Þórshöfn
Lagt fram erindi frá Skógræktarfélagi Þórshafnar, dags. 30. desember 2019, um landsvæði í bæjarlandinu til skógræktar.
Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið, en óskar eftir nánari útfærslu á stað og stærð svæðis frá Skógræktarfélaginu fyrir næsta fund nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
3. Umsókn um niðurrif á húsinu Bergholt á Bakkafirði
Lagt fram bréf frá Kamen Petkov, eiganda hússins Bergholts á Bakkafirði, dags. 21. nóvember 2019, með ósk um heimild til niðurrifs á húsinu.
Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á að heimila niðurrif húsinu að því tilskyldu að öllum veðböndum og skuldum sé létt af húsinu. Verkið skal unnið í samráði við byggingarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða.
4. Friðun Langaness
Byggðaráð hefur samþykkt að sækja um styrk til umhverfisráðuneytisins um skoðun á möguleikum, kostum þess og göllum að friða ákveðna hluti Langaness. Skoðunin yrði unnin skv. áætlun ríkistjórnarinnar um náttúruvernd og eflingu byggðar, flokkur C9 og yrði ef af yrði, fjármögnuð af byggðaáætlun.
Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd hefur efasemdir um ávinning friðlýsingar. Hún leggst hins vegar ekki á móti greiningu og athugunn á kostum, göllum og hagrænum áhrifum friðunnar.
Samþykkt samhljóða.
5. Deiliskipulag hafnarsvæðis á Þórshöfn
Lögð var fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Þórshafnar. Breytingin er gerð í samræmi við fyrirhuguð byggingaráform Ísfélags Vestmannaeyja við suðurhlið frystihúss félagsins við Eyrarveg 16 á Þórshöfn. Um er að ræða breytingu á lóðamörkum og byggingarreitum Eyrarvegar 5 og 16. Breytingin er sett fram á skipulagsuppdrætti dags. 6. janúar 2020. Breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og Ísfélags Vestmannaeyja og er því fallið frá grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Þórshafnar og felur sveitarstjórn að annast gildistöku í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
6. Skýrsla um heimsókn fulltrúa UST
Lögð fram skýrsla fulltrúa Umhverfisstofnunar vegna heimsóknar hans til sveitarfélagsins 7. nóvember sl.
Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd felur sveitarstjóra að hrinda í framkvæmd þeim úrbótum sem gerðar eru kröfur um í starfsleyfi og í athugasemdum í skýrslunni.
Samþykkt samhljóða.
7. Framhald samstarfssamnings við Íslenska gámafélagið
Samningur við Íslenska gámafélagið rennur út í lok júlí nk., en samningsaðilar þurfa að taka afstöðu til endurnýjunar eða framhalds samstarf í febrúar 2020.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að efna til aukafundar miðvikudaginn 5. febrúar nk. um framkvæmd samningsins.
Samþykkt samhljóða.
8. Hreinsunar- eða umhverfisdagur 2020
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera tillögu um dagsetningu hreinsunardags í vor og sjá um framkvæmd.
Samþykkt samhljóða.
9. Önnur mál
Starfandi sveitarstjóri gerði grein fyrir heimsókn fulltrúa fyrirtækisins Skyora til Langanesbyggðar í síðustu viku.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:40.