13. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd
13. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 11. apríl 2023. Fundur var settur kl. 14:00
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Þorri Friðriksson, og Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og spurði var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.
Fundargerð
1. Skipulagsmörk hafnarsvæðis, breyting frá fyrri tillögu EFLU með breytingum á skipulagslýsingu
Skipulagsfulltrúi hefur gert breytingar á skipulagsmörkum hafnarsvæðis ásamt breytingu á skiplagslýsingu samkvæmt óskum nefndarinnar. Tillagan hefur verið auglýst eins og lög gera ráð fyrir.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir í samráði við nefndina.
Samþykkt samhljóða.
2. Umhverfismál á Bakkafirði. Frá fundi um málefni Bakkafjarðar
Á fundi um málefni Bakkafjarðar var fjallað sérstaklega um umhverfismál, fráveitumál og fegrun Hafnartangans.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir í samráði við hverfisráð Bakkafjarðar og Þjónustumiðstöð.
Samþykkt samhljóða
3. Langanesvegur 17 og 19 tillaga að breytingu á deiliskipulagi ásamt tillögu að fyrirkomulagi og breytingu á lóðum.
Tillaga um breytingu á deiliskipulagi fyrir Langanesveg 17 – 19 frá Romi Schmitz sem skipulagsfulltrúi hefur unnið í samvinnu við hana. Svæðinu verði breytt þannig að til verði 4 lóðir fyrir íbúðarhús, verslun og þjónustu ásamt bílastæðum.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna tillöguna áfram. Jafnframt er óskað eftir nánari upplýsingum eða greinargerð um þær fyrirætlanir sem Romi hefur um framtíð svæðisins.
Samþykkt samhljóða.
4. Umsókn um lóðina Langholt 3 frá BRH ehf.
Sótt er um lóðina sem þegar hefur verið úthlutað til Þórðar Þórðarsonar þar sem hann gaf eftir lóðina Háholt 4. Finna þarf aðra lóð, helst í samvinnu við skipulagsfulltrúa fyrir BRH ehf.
Bókun um afgreiðslu: Lóðinni sem sótt er um hefur þegar verið úthlutað. Nefndin felst á að bjóða BRH ehf. lóð sem merkt er á skipulagi Langholt 2 en verður við fyrirhugaða skipulagsbreytingu Markholt 2.
Samþykkt samhljóða.
5. Önnur mál
a) Lóðamál við Langholt, breyting á nafni götu eða breyting á númerum.
Komið hefur í ljós að númeraröð við Langholt er tvítekin. Því þarf að breyta götunúmerum eða nafni götunnar eða hluta hennar.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin gerir það að tillögu sinni að nýrri götu á athafnasvæði verið gefið nafnið Markholt. Nafnið vísar til örnefnisins „Markgrófarás“ í nágrenninu.
Samþykkt samhljóða.
b) Bílastæði við Kjörbúðina. Lögð fram skipulagstillaga dagsett 9. febrúar 2022
Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að farið verði eftir tillögunni til að leysa bílastæðavanda í miðbæ Þórshafnar þar sem mörg þjónustufyrirtæki og skrifstofur eru á sama svæði.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 15:15