14. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd
14. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 2. maí 2023. Fundur var settur kl. 14:00
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Ina Leverköhne, Þorri Friðriksson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og spurði var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.
Fundargerð:
1. Ályktanir Náttúruverndar á Austurlandi (NAUST, árin 2021 og 2022)
Náttúruverndarsamtök Austurlands (NAUST) hvetur til almennrar umræðu um orkumál og áform um aukna orkuvinnslu á Austurlandi. Auk þess samþykktu samtökin ýmsar ályktanir.
Lagt fram til kynningar.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar ályktanir NAUSTS. Varðandi orkumál bendir nefndin á að Langanesbyggð og byggð á NA landi býr við mikið óöryggi í orkumálum en hins vegar hafa ekki verið teknar endanlegar ákvarðanir um hvernig skuli bregðast við. Að öðru leyti tekur nefndin undir aðrar ályktanir NAUSTS.
Samþykkt samhljóða.
2. Friðlýsing Langaness. Svör frá landeigendum
Lagt fram til kynningar.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin óskar eftir frekari umræðum við landeigendur og stefnir á að koma á upplýsinga fundi með þeim . Bent er á að engar ákvarðanir hafa verið teknar um friðslýsingu eingöngu um að stofna vinnuhóp til samtals um hina ýmsu möguleika.
Samþykkt samhljóða.
3. Líforkuver fasi 1 – minnisblað 2
Lagt fram til kynningar.
4. Umsagnir um deiliskipulagstillögur vegna veiðihúss við Tungusel og vegna hafnarsvæðis á Þórshöfn. Frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti, Náttúrufræðistofnun og Minjastofnun.
4.1). Umsagnir vegna veiðihús við tungusel
Í tölvupósti frá Önnu Maríu Þórhallsdóttur frá 28. apríl segir: Við tókum þá ákvörðun í dag að við skyldum reyna að koma skipulagstillögunni inn fyrir næsta fund (eftir mánuð væntanlega) til að vinna tillöguna betur og gefa þessu aðeins meiri tíma til að fæðast.
Bókanir lagðar fram.
Umsagnir
A) Vegagerðin
26. apríl 2023
Staðsetning vegtengingar að veiðihúsið þarf að vera í samráði við Vegagerðina. Leyfi Vegagerðarinnar þarf fyrir öllum tengingum við vegi sem og mannvirkjum og framkvæmdum innan veghelgunarsvæðis.
-Sýna veghelgunarsvæði á deiliskipulagsuppdrætti.
Skipulagsaðili mun sýna veghelgunarsvæði á deiliskipulagsuppdrætti og hefur samráð við Vegagerðina varðandi vegtengingar við veiðihúsið.
Að öðru leiti er umsögn vísað til skipulagsaðila til að taka tillit til við vinnslu skipulagstillögu.
B) Skipulagsstofnun
28. apríl 2023
Í tillögu að aðalskipulagsbreytingu þarf að gera grein fyrir helstu forsendum fyrirhugaðra framkvæmda.
Marka þarf stefnu um umfang og yfirbragð fyrirhugaðrar uppbyggingar til nánari útfærslu í deiliskipulagi.
Í báðum tillögum þarf að fjalla um og gera grein fyrir umhverfisáhrifum.
Í deiliskipulagi þarf að gera grein fyrir hvernig veitumálum verður háttað við veiðihúsið, þ.á.m. vatnstöku og fráveitu, ásamt því að afmarka vatnsverndarsvæði ef gert er ráð fyrir nýju vatnsbóli.
Skipulagsstofnun mælir með að tillögur að breytingu á aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi verði auglýstar saman þegar þar að kemur.
Stofnunin minnir á að tillaga að aðalskipulagsbreytingu skal skilað á stafrænu formi.
Skipulagsaðili gerir grein fyrir helstu forsendum fyrirhugaðra framkvæmda og markar stefnu um umfang og yfirbragð fyrirhugaðrar uppbyggingar í deiliskipulagsgögnum.
Skipulagsaðili fjallar um og gerir grein fyrir umhverfisáhrifum í tillögu að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi.
Skipulagsaðili gerir grein fyrir veitumálum við veiðihúsið í deiliskipulagi og afmarkar vatnsverndarsvæði ef gert er ráð fyrir nýju vatnsbóli.
Stefnt er að því að auglýsa saman breytingu á aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi.
Að öðru leiti er umsögn vísað til skipulagsaðila til að taka tillit til við vinnslu skipulagstillögu.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar umsagnirnar og vísar þeim til skipulagsaðila. Einnig tekur nefndin fram að ekki hafa borist umsagnir frá Fiskistofu og Veðurstofu en þeim verður komið áfram um leið og þær berast.
Samþykkt samhljóða.
4.2). Umsögn vegna hafnarsvæðis
Umsagnir lagðar fram.
Umsagnir
A) Vegagerðin
26. apríl 2023
Ekki er gerð athugasemd við lýsinguna.
Ekki þörf á viðbrögðum
B) Skipulagsstofnun
2. maí 2023
Gera þarf grein fyrir efnistöku fyrir hafnarkant og landfyllingu, sér gert ráð fyrir henni og hvort áætlaðar framkvæmdir séu tilkynningarskildar skv. Lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Ef svo er getur verið skynsamlegt að vinna tillögurnar samhliða tilkynningu framkvæmdarinnar til að samnýta upplýsingar fyrir umhverfismat þeirra.
Aðalskipulagsáætlanir skal skila á stafrænu formi til Skipulagsstofnunar.
Umsögn er vísað til skipulagsaðila til að taka tillit til við vinnslu skipulagstillögu.
C) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra
25. apríl 2023
Gerir ekki athugasemdir en bendir á að gönguleiðir þurfa að vera til staðar meðfram strandlengjunni, eins þarf að huga að bestu fáanlegu tækni er varðar mengunarvarnir og frárennsli.
Aðalskipulag gerir ráð fyrir gönguleiðum/útivistarstígum meðfram hafnargarðinum og ströndinni meðfram Fjarðarvegi. Þær leiðir verða sýndar á deiliskipulagsuppdrætti svæðisins.
Að öðru leiti er umsögn vísað til skipulagsaðila til að taka tillit til við vinnslu skipulagstillögu.
D) Umhverfisstofnun
17. apríl 2023
Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að það komi fram í tillögunni stærð svæðis sem fer undir landfyllingu, hver er áætlun efnisþörf landfyllingar og hvaða efni eigi að nota.
Ef gert er ráð fyrir opinni landfyllingu er bent á lög nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda Umhverfisstofnun vekur einnig athygli á að skv. OSPAR samningnum um verndun hafrýmis Norðaustur Atlantshafsins og 9. gr. laganna er varp efna og hluta í hafið óheimilt. Umhverfisstofnun getur þó, að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunar, veitt leyfi fyrir varpi í hafið.
Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að það komi fram í tillögunni að varp dýpkunarefna og náttúrulegra óvirkra efna í hafið, þ.e. fastra jarðefna, er háð leyfi Umhverfisstofnunar í samræmi við 9 gr. laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda.
Mikilvægt er að fjallað verði um hvernig fráveitumálum verði háttað.
Umsögn er vísað til skipulagsaðila til að taka tillit til við vinnslu skipulagstillögu.
E) Minjastofnun Íslands
21. apríl 2023
Sýna þarf punkta á deiliskipulagsuppdrætti þar sem minjar eru skráðar. Taka þarf saman yfirlit um hús og mannvirki innan svæðisins. Á grundvelli þessa yfirlits getur Minjastofnun metið hvort þörf sé á frekari skráningu húsa og mannvirkja á svæðinu.
Vísað til skipulagsvinnu
Punktar sem sýna skráðar minjar verða sýndir á deiliskipulagsuppdrætti.
Upplýsingar og yfirlit um hús og mannvirki á svæðinu verða teknar saman og borið undir Minjastofnun hvort þörf sé á frekari skráningu húsa.
Að öðru leiti er umsögn vísað til skipulagsaðila til að taka tillit til við vinnslu skipulagstillögu.
F) Náttúrufræðisstofnun Íslands
25. apríl 2023
Ekki er gerð athugasemd en bent á að mikilvægt sé að leggja mat á umhverfisáhrif af væntanlegum landfyllingum en ekki er skýrt í lýsingunni hvar þær gætu verið staðsettar. Vísað til skipulagsvinnu
Umsögn er vísað til skipulagsaðila til að taka tillit til við vinnslu skipulagstillögu.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar umsagnirnar og vísar þeim til skipulagsaðila. Einnig tekur nefndin fram að ekki hafa borist umsagnir frá Fiskistofu og Veðurstofu en þeim verður komið áfram um leið og þær berast.
Samþykkt samhljóða.
5. Gámavellir og leyfi til að geyma hluti utanhúss (áður stöðuleyfi).
5.1). Listi yfir innheimta leigu á Gámavöllum árið 2022.
Í listanum kemur fram hverjir leigi stæði undir gáma á gámavöllum. Ljóst er að ekki hafa allir sem leigja þar pláss farið að tilmælum um að geyma ekki utan gáma hluti. Sveitarstjóra falið að ítreka bréf til leigjenda á gámavöllum um reglur um umgengni ella verði viðkomandi sviptir leyfi til að geyma gáma á gámavöllum. Til þess verði gefin frestur til 1. júní.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að teiknað verði upp nýtt skipulag á gámavöllunum og er sveitarstjóra falið að koma því í ferli og einnig að senda út bréf til leigjenda eins og fram kemur að ofan.
Samþykkt samhljóða.
5.2). Listi yfir útgefin geymsluleyfi frá árinu 2018.
Ekki hefur verið tekin saman listi yfir þá sem hafa leyfi til að geyma hluti utandyra á borð við gáma, báta eða þess háttar frá 2018. Árið 2021 var reglum breytt þar sem óheimilt var að gefa út „stöðuleyfi“ vegna gáma eða annarra hluta utandyra við hús eða auðum lóðum. Þess í stað var tekið upp afgreiðslugjald á slíkum umsóknum sama ár.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra, skrifstofustjóra og forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar er falið að koma upp skrá yfir þá sem áður höfðu stöðuleyfi en þarfnast nú sérstaks leyfis þar sem greitt er afgreiðslugjald af slíkri geymslu utandyra. Innheimt verði afgreiðslugjald samkvæmt nýjum lista. Nefndin leggur einnig til að gjaldskrá og reglur fyrir geymslusvæði í Langanesbyggð verði endurskoðuð með tillit til ofangreinds.
Samþykkt samhljóða.
6. Önnur mál
a) Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir athafnasvæði með nafni á nýrri götu.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.
Samþykkt samhljóða.
b) Nefndin leggur til að veitt verði umhverfisverðlaun í sveitarfélaginu ár hvert. Veitt yrði verðlaun fyrir mismunandi flokka, svo sem athafnalóð, bóndabýli, gatan o.fl. Fyrsta árið yrðu verðlaun fyrir flottasta garðinn.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 15:53