15. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
15. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 18. febrúar 2020. Fundur var settur kl. 16:00.
Mætt voru: Jósteinn Hermundsson, Hallsteinn Stefánsson, Kristján Úlfarsson, Karl Ásberg Steinsson og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð. Aðalbjörn Arnarson og varamenn hans tilkynntu forföll.
Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð og viðbótarlið við dagskrá. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.
Fundargerð
1. Umsókn Vegagerðarinnar um stækkun á námum vegna Norðausturvegar
Lögð fram ósk Vegagerðarinnar, dags. 6. febr. 2020, um stækkun efnistökusvæða Miðfjarðar I og Miðfjarðar II vegna framkvæmda við Norðausturveg um Finnafjörð ásamt meðfylgjandi gögnum. Stækkun efnistökusvæðanna felur í sér kröfu um breytingu á aðalskipulagi.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin felur sveitarstjóra að hefja vinnu breytingu á aðalskipulagi í samræmi við óskir Vegagerðarinnar.
Samþykkt samhljóða.
2. Umsókn um efnistöku í Finnafirði
Lagt fram erindi frá Gylfa Guðmundssyni, dags. 10. febrúar 2020, ásamt myndum, vegna fyrirspurnar um mögulega efnistöku í Gunnólfsvík og við Sóleyjarvelli.
Bókun um afgreiðslu: Samkvæmt mati á umhverfisáhrifum fellur þessi fyrirhugaða námuvinnsla undir B-flokk, þar Gunnólfsvík er á náttúruminjaskrá, sem þýðir aftur að framkvæmdaraðila ber að senda skriflega tilkynningu til Skipulagsstofnunar um fyrirhugaða framkvæmd. Nefndin tekur jákvætt í erindið, en felur sveitarstjóra að skoða málið betur, en þar sem námavinnsla er skipulagsskyld, þarf að breyta skipulagi svæðisins og undirbúningur efnisvinnslu þarf að fara í gegnum annað lögboðið ferli. Enn fremur samþykkt að óska eftir nánari upplýsingum um fyrirhugað efnisnám og flutninga.
Samþykkt samhljóða.
3. Önnur mál
3.1. Samningur við Íslenska gámafélagið o.fl. mál – framhald umræðu
Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til við sveitarstjórn, til viðbótar við bókun 1. liðar 14. fundar, að kannað verði hvort ekki sé raunhæft að bjóða íbúum sveitarfélagsins í tilraunaskyni moltukassa eða tunnu til að sinna jarðgerð hjá sér. Enn fremur leggur nefndin til að athugað verði með kaup á tveimur 40 feta gámum, sem gætu verið yfirbyggðir, með lúgum eða opum, þannig að íbúar geti skilað sorpi til endurvinnslu þegar því hentar.
Samþykkt samhljóða.
3.2. Skógrækt í Langanesbyggð
Í framahaldi af erindi Skógræktarfélags Þórshafnar, dags. 30. des. sl., eru lagðir fram þinglýstir samningar annars vegar frá 1991 til til 50 ára og hins vegar frá 2001 til 75 ára við Skógræktarfélag Íslands og Skógræktarfélag N-Þingeyinga og Landgræðsluskóla um skógrækt á samtals sex reitum umhverfis Þórshöfn.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með að Skógræktarfélagi Þórshafnar verði úthlutað svæði merkt B á framlagðri teikningu, skv. samningi við Skógræktarfélagið o.fl. frá 2001.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:05.