Fara í efni

15. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

06.06.2023 14:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

15. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 6. júní 2023. Fundur var settur kl. 14:00

Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Þórir Jónsson, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Ina Leverköhne, Þorri Friðriksson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Hallsteinn Stefánsson kom inn á fundinn undir lið 2 og 3. Kl. 14:45

Formaður bauð fundarmenn velkomna og spurði var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð:

 

1. Nýtt hverfi, tillaga frá TsNl ásamt skýringauppdrætti vegna Langanesvegar 17-19
Lögð fram tillaga ásamt skýringauppdrætti fyrir Langanesveg 17 – 19 ásamt upplýsingum frá Romi Schmitz um fyrirætlanir hennar vegna umsóknar um lóð.

     01.01) Tillaga
     01.02) Skýringaruppdráttur
     01.03) Upplýsingar frá Romi Schmitz um fyrirætlanir á lóð við Langanesveg 17 – 19

Bókun um afgreiðslu: Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna hugmyndina áfram að teknu tilliti til þeirra hugmynda sem koma frá umsækjenda eftir því sem við verður komið. Langanesvegur 17b færist nær göngustíg án þess að þrengja að honum og lóðin Langanesvegur 17a stækkar sem því nemur. Þegar endanlegt skipulag liggur fyrir verður umsókn um lóð(ir) aftur lögð fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða.

2. Verðkönnun vegna hugsanlegs bílastæðis við Langanesveg 1
Tveir verktakar hafa lagt fram verðhugmyndir vegna undirbúnings að gerð bílastæðis á lóð Nausts, norðan Langanesvegar 1. Bílastæðið er ætlað starfsfólki við Langanesveg 2 og við Naust.

Bókun nefndarinnar: Sú lóð sem um ræðir fyrir bílastæði er innan lóðamarka Nausts og sveitarfélagsins. Nefndin óskar eftir að útfærsla sé gerð með mögulegri sameiginlegri innkeyrslu með búðinni þannig að stækka megi bílastæði norðan Langanesvegar 1. Sveitarstjóra falið að ræða nánar við verktaka um verð og útfærslu á framkvæmdinni sem og eigendur Langanesvegar 1.

Samþykkt samhljóða.

3. Teikningar og magntölur vegna vegagerðar við Langholt / Markholt
Björn Sveinsson hefur sent inn magntölur og teikningar af vegagerð við Langholt / Markholt.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir veghönnun fyrir sitt leiti og sendir málið til endanlegrar meðferðar sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

4. Bréf frá Sveini Runólfssyni til Sambands sveitarfélaga vegna skipulags skógræktar frá 14.04.2023 og svar Skógræktarfélags Íslands við bréfinu frá 22.05.2023
Lagt fram til kynningar

5. Umsókn um lóð frá Karen Kornráðsdóttur f.h. óstofnaðs hlutafélags
Karen Konráðsdóttir hefur lagt fram umsókn um lóðir við götu sem ber vinnuheitið „Lónabraut“. Sótt er um 3 lóðir sem skipt yrði upp í 6 lóðir fyrir lítil hús.

Bókun um afgreiðslu: Fyrir liggur svar frá Matís – Hrólfi Sigurðssyni (örverumælingar) þar sem svör liggja fyrir um hvað þurfi að rannsaka og kostnað við rannsóknina til að skoða hvort hún er úthlutunarhæf. Nefndin leggur til að farið verði í þessar rannsóknir. Sveitarstjóra falið að ræða við umsækjanda um aðra hugsanlega möguleika.

Samþykkt samhljóða.

6. Umsókn um byggingu bílskúrs að Sunnuvegi 11 ásamt aðaluppdrætti
Umsókn frá Kristínu Heimisdóttur um byggingaleyfi fyrir bílskúr að Sunnuvegi 11. Lagður fram aðaluppdráttur og teikningar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin vísar málinu til byggingafulltrúa til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

7. Umsókn um lóð frá Birni Muller 
     07.01) Björn Muller sækir um lóð við Langanesveg 17b

Bókun um afgreiðslu: Skipulagsfulltrúa falið að vinna úr þeim hugmyndum sem fram hafa komið um byggingar á þessum lóðum (sjá lið 1). Þegar endanlegt skipulag liggur fyrir verður úthlutunin aftur tekin fyrir.

Samþykkt samhljóða.

     07.02) Björn Muller sækir um byggingaleyfi fyrir garðhús 20m2

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti byggingaleyfi fyrir garðhús og með þeim fyrirvara að gildar teikningar berist til byggingafulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

8. Stöðugreining úrgangsmála  
     08.01) Stöðugreining úrgangsmála á Norðurlandi vorið 2022.
     08.02) Svæðisáætlun Norðurland – til samþykktar
     08.03) Minnisblað um sorphirðu – Þórshöfn. Frá Smára Lúðvíkssyni
     08.04) Minnisblað um kostnað flutnings og af setningar lífræns úrgangs frá Þórshöfn.
     08.05) Lífrænt frá heimilum á Langanesi – útreikningur.

Fyrir liggur svæðisáætlun í sorpmálum sem öll sveitarfélög á Norðurlandi (SSNE og SSNV) hafa unnið í samvinnu við environice. Þar er farið yfir þær kröfur sem gerðar eru með lögum 55/2003 með síðari breytingum. Í kafla 20 (bls. 119-122) er stöðumat fyrir Langanesbyggð. Svæðisáætlunin er „um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036. Einnig liggur fyrir minnisblað frá Smára Lúðvíkssyni eftir fund með honum þar sem hann leggur til næstu skref í úrgangsmálum. Ennfremur Minnisblað um kostnað við flutning og af setningar lífræns úrgangs frá Þórshöfn og útreikningar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til við sveitarstjórn að áætlunin verði samþykkt og að sveitarfélagið hefji vinnu við endurskipulagningu sorpmála samkvæmt minnisblaði.

Samþykkt samhljóða.

9. Norðausturvegur um Brekknaheiði – mat á umhverfisáhrifum. Fyrirspurnarskýrsla uppfærð án viðauka
Lagt fram til umsagnar

Lagt fram til umsagnar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin gerir ekki athugasemdir og telur að nægjanlega hafi verið gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Nefndin telur að ekki þurfi að skýra framkvæmdina frekar.

Samþykkt samhljóða.

10. Lagðar fram teikningar af breytingum á efri hæð austurbyggingar Nausts áamt umsóknareyðublaði um framkvæmdastyrk í framkvæmdasjóð aldraðra.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með því við sveitarstjórn að farið verði í framkvæmdir við breytingar samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Einnig mælir nefndin með að austurhluti hússins verði klæddur að utan þar sem kostnaður er minni en ef farið yrði í slíkar framkvæmdir síðar.

Samþykkt samhljóða.

11. Skipulag Miðholts. Grenndarkynning hefur farið fram og engar athugasemdir borist.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi við Miðholt og mælir með því við sveitarstjórn að það verði samþykkt og sent Skipulagsstofnun til meðferðar.

Samþykkt samhljóða.

12. Önnur mál
1) Fyrirspurn frá Six Rivers varðandi veiðihús við Hafralónsá. Óskað er eftir því að sveitarfélagið sæki um undanþágu frá ákvæðum um fjarlægð veiðihúss frá Hafralónsá.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir því að Six Rivers formi undanþáguheimild til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 15:53

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?