16. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
16. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 17. mars 2020. Fundur var settur kl. 16:00.
Mætt voru: Jósteinn Hermundsson, Hallsteinn Stefánsson, Kristján Úlfarsson, . Aðalbjörn Arnarson (í símasambandi), Karl Ásberg Steinsson og Jónas Egilsson starfandi sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð og viðbótarlið við dagskrá. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.
Fundargerð
1. Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr við Fjarðarveg 39 Þórshöfn
Lögð fram beiðni um byggingarleyfi fyrir bílskúr við Fjarðarveg 39 á Þórshöfn.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlagða umsókn, þ.e. 60m2 bílskúr og með 15m2 áföstu garðhýsi, með sér inngangi. Umsækjandi skili fullnægjandi teikningum til byggingarfulltrúa.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. Jósteinn sat hjá.
2. Hugmyndir um landfyllingu við Suðurgarð hafnarinnar á Þórshöfn
Lögð fram að nýju fyrirspurn um efnistöku í Finnafirði (Gunnólfsvík) frá Gylfa Guðmundssyni (GYG). Einnig lögð fram minnisblöð.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að halda málinu áfram til skoðunar. Einnig vísað til hafnarnefndar til kynningar.
Samþykkt samhljóða.
3. Önnur mál
3.1. Hugmynd um landfyllingu sunnan við suðurgarð Þórshafnar. Nefndin leggur til að málið verði skoðað nánar af sveitarstjóra.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:50.