19. fundur skipulags- og umhverfisnefnd
19. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 5. maí 2020. Fundur var settur kl. 16:00.
Mætt voru: Jósteinn Hermundsson, Hallsteinn Stefánsson, Kristján Úlfarsson, Aðalbjörn Arnarson, Karl Ásberg Steinsson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð og viðbótarlið við dagskrá. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.
Fundargerð
1. Óveruleg breyting á aðalskipulag Langanesbyggðar 2007-2027 – námur
Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007 - 2027. Breytingin felur í sér aukna efnistöku í námum í Miðfirði 1 og Miðfirði 2 vegna framkvæmda við endurbyggingu Norðausturvegar um Finnafjörð og Bakkafjörð.
Breytingin er talin óveruleg sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún hefur ekki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun eða mikil áhrif á nærliggjandi byggð og umhverfi.
Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og send Skipulagsstofnunar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
2. Umsókn um framkvæmdaleyfi á Hafnartanga Bakkafirði
Lögð fram ósk um framkvæmdaleyfi, dags. 27. apríl 2020, frá Ólafi Áka Ragnarssyni verkefnisstjóra Betri Bakkafjarðar vegna 30 m.kr. úthlutunar ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra til framkvæmda við Hafnartangann á Bakkafirði.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar framkominni fjárveitingu og umsókninni. Samþykkt er að óska eftir nánari útfærslu á hugmyndunum, svo að hægt verði að gefa út framkvæmdaleyfi.
Samþykkt samhljóða.
3. Beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt að Hóli
Lögð fram beiðni Guðmundar Gunnarssonar um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á jörðinni Hóli, móttekið 16. apríl 2020.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framkvæmdleyfið fyrir sitt leyti.
Samþykkt samhljóða.
4. Önnur mál
a) Lögð fram beiðni frá Rafni Jónssyni með umsókn um lóð á hafnarsvæði við Bakkafjarðarhöfn.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir umsóknina sem verði á skipulagðri lóð við höfnina. Einnig er samþykkt að vísa þessu erindi til hafnarnefndar til meðferðar.
Samþykkt samhljóða.
b) Þari í krikanum við Suðurgarð við Þórshafnarhöfn. Nefndin leggur til að þaranum við Suðurgarð Þórshafnarhafnar, verði ýtt út og svæðið hreinsað við hentug veðurskilyrði. Enn fremur er nefndin sammála um að fylla upp í krikann og raða grjótvörn framan við sem gæti nýst úr núverandi garði og tilfallandi jarðefni.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45.