2. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
2. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn fimmtudaginn 21. febrúar 2019. Fundur var settur kl. 15:00.
Mætt voru: Jósteinn Hermundsson, Kristján Úlfarsson, Hallsteinn Stefánsson, Aðalbjörn Arnarson, Karl Ásberg Steinsson og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og stjórnaði.
Fundargerð
1. Stofnun lögbýlis að Hólum, framhald umræðu
Lögð fram að nýju beiðni Stefáns Rúnars Stefánssonar um umsögn vegna stofnunar lögbýlis að Hólum við Bakkaflóa, landnúmer 220289, með uppdrætti. Einnig lagt fram minnisblað Teiknistofu Norðurlands, dags. 11. des. 2018.
Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd vill benda á að fyrirhugaður nýr vegur muni liggja um skóræktarsvæði á jörðinni. Einnig vill nefndin benda á að ný jörð og skógræktarsvæði séu inn á því svæði sem skipulagt er sem starfsvæði Finnafjarðarhafnar, skv. aðalskipulagi Langanesbyggðar. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við stofnun nýs lögbýlis að Hóli að uppfylltum öllum öðrum skilyrðum fyrir stofnun lögbýlis.
Samþykkt samhljóða.
2. Vatnasvæðanefnd, tilnefning fulltrúa, sbr. 8. lið 94. fundar sveitarstjórnar
Óskað er tilnefningar á fulltrúa Langanesbyggðar í vatnasvæðisnefnd
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að leggja til að sveitarstjóri verði tilnefndur að hálfu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
3. Urðunnarmál á Bakkafirði – framtíðarúræði
Langanesbyggð hefur heimild til að urða sorp til ársins 2034 á Bakkafirði, en þó aldrei meir en 200 tonn á ári.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skoðuð verði lausn sorpmála í heild sinni í samstarfi við önnur sveitarfélög á Norðausturlandi og stjórnvöld í landinu með framtíðarlausn í huga. Þessi leið verði skoðuð með það fyrir augum að geta tekið á móti meira magni og gert verðmæti úr því sorpi sem til fellur, t.d. með sorpbrennslu sem uppfyllir ströngustu skilyrði. Samhliða þessu er lagt til að sveitarstjóra verði falið að skoða möguleika á nýjum leiðum í úrvinnslu og förgun sorps í sveitarfélaginu og í nágrenni þess.
Samþykkt samhljóða.
4. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Fram er lagt fundarboð frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga ásamt öðrum gögnum sem byggðaráð vísaði til umfjöllunar í nefndinni á 1. fundi sínum þann 31.janúar sl.
Málið lagt fram til kynningar.
5. Önnur mál
5.a. Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám við N1 skálann
Lögð fram beiðni um stöðuleyfi fyrir geymslu við N1 skálann við Fjarðarveg 2 á Þórshöfn ásamt uppdrætti.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlagða beiðni fyrir sitt leyti að uppfylltum skilyrðum skv. reglum sveitarfélagsins um stöðuleyfi.
Samþykkt samhljóða.
5.b. Framkvæmd innheimtu gatnagerðargjalda
Bókun um afgreiðslu: Lagt er til að sveitarstjóri afli upplýsinga um reglur um framkvæmd innheimtu gatnagerðargjalda á byggingarhæfum lóðum í sambærilegum sveitarfélögum. Enn fremur er lagt til að reglur um lágmarksgjald verði skoðuð á ný.
Samþykkt samhljóða.
5.c. Villikettir
Bókun um afgreiðslu: Lagt er til að gripið verði til aðgerða vegna fjölgunar villtra katta á Þórshöfn.
Samþykkt samhljóða.
5.d. Jarðskaut húsa í eigu sveitarfélagsins
Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að gerð verði athugun á jarðtengingum í húseignum í eigu sveitarfélagsins. Einnig að málið verði kynnt fyrir íbúum sveitarfélagsins og þeir hvattir til að skoða jarðtengingar húsa sinna.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:35.