2. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd
2. fundur Umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, fimmtudaginn 1. september 2022. Fundur var settur kl. 14:00.
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson, Ina Leverköhne, Þorri Friðriksson og Þórir Jónsson varamaður. Anna Kristín landslagsarkitekt frá Tsnl var í fjarfundarsambandi. Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Spurt var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.
Fundargerð:
1. Brekknaheiði. Ný vegur. Umsagnir. Staða máls.
a. Anna Kristín landslagsarkítekt hjá Teiknistofu Norðurlands var í fjarfundarsambandi og kynnti stöðu mála varðandi veglínu yfir Brekknaheiði og umsagnir sem borist hafa.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til við sveitarstjórn að „Breyting á aðalskipulagi vegna nýrrar veglínu yfir Brekknaheiði“ verði auglýst með minniháttar breytingum sem borist hafa frá þeim sem sent hafa inn umsagnir. Sveitarstjórn er falið að afgreiða málið samkvæmt 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Bókun vegna framkvæmdanna: Nefndin leggur áherslu á að sveitarstjórn fylgi eftir þeirri kröfu að Vegagerðin girði meðfram nýju vegstæði og að komið verði fyrir a.m.k. 2 undirgöngum vegna umferðaröryggis á svæðinu.
Samþykkt samhljóða.
2. Vigtarskúr á Bakkafirði. Umsókn frá Hilmari Þór Hilmarssyni f.h. Bjargsins um lóðarleigusamning.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram með skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa. Útbúið verði nýtt lóðarblað fyrir Hafnargötu 2b á Bakkafirði og gerður lóðaleigusamningur í framhaldi af því. Sveitarstjóri leggi lóðarblað og lóðarleigusamning fyrir næsta fund nefndarinnar eða svo fljótt sem verða má.
Samþykkt samhljóða.
3. Efla. Námskeið fyrir nefndarfólk í Umhverfis- og skipulagsnefnd.
Lagt fram til kynningar.
Bókun um afgreiðslu; Nefndin tekur jákvætt í að fulltrúar í skipulags- og umhverfisnefnd, aðal- og varmenn ásamt aðal- og varamönnum í sveitarstjórn sæki námskeiðið. Nefndin óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að taka þátt í námskeiðinu. Kostnaður er áætlaður kr. 100 þúsund.
Samþykkt samhljóða.
4. Veiðihús við Miðfjarðará. Breytt teikning lögt fram til kynningar. Teikning óverulega breytt frá fyrri teikningu. Til upplýsinga.
Bókun um afgreiðslu; Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti breytingarnar.
Samþykkt samhljóða.
5. Önnur mál
a) Hraðatakmarkanir innan Þórshafnar.
Bókun um afgreiðslu; Sveitarstjóra falið að kynna fyrir nefndinni reglur sem gilda um hámarkshraða ásamt öðrum ráðstöfunum sem mögulegt er að gera til að auka umferðaröryggi í þéttbýli í Langanesbyggð.
Samþykkt samhljóða.
b) Göngustígur frá Bakkavegi að Ingimarsstöðum. Umræður um göngustíga á og við Þórshöfn.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 15:45