Fara í efni

20. fundur skipulags- og umhverfisnefnd

02.06.2020 12:00

20. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 2. júní 2020. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Jósteinn Hermundsson, Kristján Úlfarsson, Karl Ásberg Steinsson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Aðalbjörn Arnarson og Hallsteinn Stefánsson tilkynntu forföll.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð og viðbótarlið við dagskrá. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

Fundargerð

1.            Leyfi til niðurrifs, erindi frá Ísfélaginu vegna Eyrarvegar 4

Lagt fram erindi Rafns Jónssonar, dags. 27. maí 2020, f.h. Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn um heimild til niðurrifs á mannvirki á lóðinni Eyrarvegi 4 (gömlu sundlauginni). Skv. gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að mannvirkið víki.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlagða umsókn fyrir sitt leyti, enda sé skv. deiliskipulagi gert ráð fyrir að núverandi mannvirki á lóðinni víki. Nefndin leggur til, með vísan til gr. 3.4 í lóðarsamningi, að Ísfélagið skili inn tillögum um byggingarframkvæmdir á lóðinn fyrir 1. september nk. Þar segir að leigutaki skuli hafa hafið byggingu á lóðinni áður en eitt ár er liðið frá undirritun lóðaleigusamningsins.

Samþykkt samhljóða.

2.            Tillögur um svæði fyrir deiliskipulag 2020

Lagðar fram tillögur um tvö svæði til deiliskipulagsmeðferðar, annars vega miðsvæði á Þórshöfn og Hafnartanginn á Bakkafirði.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að unnið verði að gerð deiliskipulags fyrir annars vegar miðsvæði á Þórshöfn og hins vegar Hafnartangan á Bakkafirði.

Samþykkt samhljóða.

3.            Erindi frá Umhverfisstofnun, dags. 6. maí 2020

Erindi frá Umhverfisstofnu, dags. 6. maí 2020, um niðurstöður áhættumats og eftirlit stofnunarinnar með urðunarstaðnum á Bakkafirði, lagt fram til kynningar.

4.            Efnistaka úr námum Miðfirði 1 og 2 – beiðni um umsögn

Lögð fram til kynningar umsögn Minjastofnunnar, dags. 9. desember 2019, ásamt gögnum með beiðni um að rannsókn á fornleifum vegna námu í Miðfirði til Minjastofnunar.

Bókun um afgreiðslu: Langanesbyggð telur að framangreind framkvæmd vegna efnistöku í námum í Miðfirði 1 og 2 muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér.  Sveitarfélagið leggur þó mikla áherslu á að vel verði gengið frá námunum eftir notkun þeirra og þær aðlagaðar sínu nánasta umhverfi með landmótun og sáningu staðargróðurs. Jafnframt er minnt á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

Samþykkt samhljóða.

5.            Önnur mál

a) Átak í húsverndarmálum. Lagt fram erindi frá Minjastofnun, dags. 13. maí 2020, um átak í húsverndarmálum, vísað til nefndarinnar af Byggðaráði.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að sækja um styrk vegna viðhalds og endurbóta á beitningarhöllinni að Eyrarvegi 1.

Engin mál önnur.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:35.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?